Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 5

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 5
Skytta bak við búðarborðið Fyrirliði handboltalandsliðsins stýrir sportvöruverzlun, — og þar fæst ekkert sem hægt er að nota í handbolta, ekki enn sem komið er. Hinsvegar er þar allt til að skjóta svo um mun- ar, byssur og skotfæri allskonar. Við ræddum við Ólaf H. Jónsson. — Sjá bls. 31. Hann Gunnar Gunnar Huseby þekkja allir, — af afspurn. Tvívegis varð hann Evrópumeistari. Hróður hans barst víða um lönd. En hvað varð af þessari gömlu og góðu kempu, sem menn eiga svo góð- ar endurminningar eftir? Við hittum Gunnar á dögunum og ræddum við hann um fyrri dýrðardaga, — og það sem hann hefur fengið út úr lífinu, — eða mistekizt að ná út úr lífinu, ættum við e.t.v. að segja. — Sjá bls. 13. íþróttamenn ársins Útnefning íþróttamanna ársins fór fram öðru sinni snemma á þessu ári. Að venju voru valdir fulltrúar hverrar greinar fyr- ir sig, af fulltrúum viðeigandi sérsambanda. Þessi útnefning hefur þegar notið mikilla vinsælda, — meðal íþróttafólksins og forystumannanna. — Sjá bls. 6. Hvert á að fara á skíði? Skíðaíþróttin nýtur óhemju mikilla vinsælda. Um það verður vart deilt. En hvert skal halda? Er rétt að hlífa gjaldeyrissjóðn- um og halda til Akureyrar, eða . . . ? Við kynnum ýmsa mögu- leika í þessu efni í íþróttablaðinu að þessu sinni. — Sjá bls. 31. íþróttir eru fyrir alla! Þann misskilning að íþróttir séu fyrir fáa og útvalda er sífellt verfið að berja niður, — sem betur fer. Á myndinni hér til hliðar eru t, d. vangefnir frá Bjarkarási í æfingum undir stjórn Sonju Helgason. — Sjá nánar á bls. 21. Streytan Streyta eða stress. Er það sjúkdómur, eða eitthvað annað? Það ætti ekki nokkur maður að láta henda sig að verða streyt- unni að bráð. íþróttimar eru meðalið, — og það þarf helzt að taka ÁÐUR en illa fer. 1 þessu blaði er að finna grein um STRESS, — sjá OPNU. i Maðinu

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.