Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 9
GOLF:
Sigurður — ungur og
vaxandi golfleikari
Golfmaður ársins 1974 er ungur að
árum. Sextán ára gamall er Sigurður
Thorarensen, Kópavogsbúi, sem
kynntist golfíþróttinni fyrst, þegar
hann dró golfkerruna fyrir föður sinn,
Grím Thorarensen frá Sigtúnum.
Síðar fór drengurinn að reyna að
handleika kylfurnar. Og áður en varði
var hann farinn að hitta, — vel. Og
þá var það fyrst að ná föður sínum
í leikni, og síðan hverjum af öðrum.
Sigurður tók þátt í landsmóti full-
orðinna s.l. sumar, og þrátt fyrir æsku
sína varð hann 6. í röðinni. Um þess-
ar mundir er hann á Spáni ásamt
Júlíusi Júlíussyni og Sigurjóni Gísla-
syni, félögum sínum úr Keili í Hafn-
arfirði.
Sigurður kvaðst hafa ætlað að æfa
handknattleik, en endalok ferils hans
í þeirri grein urðu snögg. Hann hand-
leggsbrotnaði fljótlega, og gaf þá í-
þrótt á bátinn.
Sigurður er nemandi í Menntaskóla
Kópavogs. Foreldrar hans eru þau
Grimur Thorarensen og Bryndís Guð-
laugsdóttir.
HANDKNATTLEIKUR:
Viðar — jafnaði hjá
heimsmeisturunum
Handknattieiksmaður ársins 1974 er
Viðar Símonarson. Viðar þarf vart að
kynna, svo kunnur er hann íþrótta-
áhugafólki. Viðar er rétt nýlega orð-
inn þrítugur, og á þessum vetri munu
landsleikir hans líklega verða orðnir
80 talsins. Ekki er ósennilegt að hann
verði einn þeirra leikmanna, sem ná
yfir 100 landsieikjum.
Viðar leikur fyrir FH, en lék um
árabil með Haukurn. Handboltinn var
honum í blóð borinn eins og öðrum
Hafnfirðingum. Með félagsliðunum
og landsliðinu hefur Viðar reynzt
traustur leikmaður, ágætur vamar-
maður og skytta svo af ber.
Sennilega muna margir eftir því
þegar Viðar skoraði jöfnunarmarkið
í Laugardalshöllinni gegn heimsmeist-
urum Rúmena, — íslenzku strákarnir
voru þá búnir að vinna upp 5 marka
forskot heimsmeistaranna og náðu
jafntefli.
Viðar er kvæntur Halldóru Sigurð-
ardóttur og búa þau í hinum nýja
Norðurbæ Haftiarfjarðar.
JUDÖ:
Sigurður KR. — verður
áhorfandi á NM 75
Sigurður Kr. Jóhannsson, bygginga-
tæknifræðingur var Jiídómaður ársins
1974. Hann er 31 árs starfar hjá ís-
lcnzkum aðalverktiikum á Keflavíkur-
flugvelli, en starfaði áður í 5 ár hjá
Reykjavíkurborg.
Nokkrum dögum eftir útnefninguna
varð Sigurður fyrir því óláni í keppni,
að andstæðingur hans féll ofan á fót
hans og slasaðist Sigurður svo illa að
hann verður frá keppni í allan vetur.
Lá hann á sjúkrahúsi í 2 daga, en hef-
ur síöan verið heima í göngugipsi.
„Þetta var einstök óhcppni, ég hef
aldrei fvrr meiðst að ráði í júdó,
dýnurnar voru of mjúkar hjá okkur“,
sagði Siguröur, sem hefur æft af
kappi í vetur, enda cr Norðurlanda-
mótið í Júdó hér í Reykjavík 19—20.
apríl n. k. og Sigurður var álitinn
koma til greina sem einn af beztu
mönnum í sínum þyngdarflokki á
mótinu, enda stóð hann sig mjög vel
á Norðurlandamótinu í fyrra.
„Ég byrjaði á júdóinu með þeim
fyrstu, var þá 17 ára gamall, og þá
var upphaflega æft jiu-jitsu. Eftir ein
3 ár fór ég utan til Stavangurs að
læra byggingatæknifræði og þá varð
hlé á æfingum. I*að var ekki fyrr en
1968 að ég fór raunverulega að æfa,
og hef gert það nær óslitið síðan“,
sagði Sigurður.
Hann er 1. dan með svart bclti og
hefur unnið sér inn 15—16 alþjóðleg
stig í keppni viö erlenda andstæðinga.
Þjálfari Sigurðar er Tékkinn
Michal Vachun, 4. dan, mjög fær
þjálfari og lærður íþróttakennari, sem
starfar fyrir Júdósamband íslands.
Eiginkona Sigurðar er Lilja Óskars-
dóttir og búa þau í Kópavogi. Sig-
uröur taldi að okkar mcnn ættu að
eiga góða möguleika á Norðurlanda-
mótinu, cn í fyrra náði íslenzka sveit-
in silfurverðlaunum í kcppni við Finna
um gulliö. En að þessu sinni veröur
Sigurður því miður á áhorfendabekkj-
unum.
9