Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 11
SIGLINGAR: Daníel — byrjaði snemma að sulla í pollunum! Siglingamaður ársins 1974 er ungur Kópavogsbúi, Daníel Friðriksson, 22 ára að aldri. Daníel segist hafa haft gaman af að „sulla“ í sjónum allt frá því að hann var 9 ára að aldri, enda uppalinn við sjávargötu í sunnan- verðum Kópavogi. Að auki er hann skipasmiður að atvinnu, starfar hjá Stálvík, en notar gjarnan frístundirn- ar í eigin þágu. Siglingar eru dýrt sport, um það þarf vart að fjölyrða. En falleg er þessi íþrótt og glæsileg. Siglingaíþrótt- in er ung að árum hér, og virkir með- limir í klúbbunum Ými í Kópavogi og Brokey í Reykjavík eru e.t.v. ekki ýkja margir enn. Samt eru alvörumótin byrjuð, og keppendur hafa farið utan. „Við kynntumst því í Travemiinde að við eigum margt ólært“, sagði Daníel. Hér á landi eru einkum notaðir Fire- ball-siglarar, Eldknettir eru þeir reyndar kallaðir hjá strákunum. „Þetta verður alveg vita ólæknandi della hjá þeim sem kynnast þessu“, sagði Daníel. Ekki er Daníel einn á báti. Mjög mikið atriði er fyrir stýrimann- inn að hafa góðan háseta. Valdimar Karlsson hefur verið í því hlutverki hjá Daníel, en í það starf þarf tnikla nákvæmni við að halda jafnvægi á siglingunni. SKÍÐI: Magnús — að sjálfsögðu úr Fljótunum, hvað annað? Magnús Eiríksson, skíðamaður árs- ins 1974 hefur undanfarið verið ósigr- andi eða því sem næst í skíðagöngu, þeirri ágætu íþróttagrein. Magnús er að sjálfsögðu Fljótamaður. Þaðan koma allir beztu göngumennimir, eins og alkunna er. Magnús er að verða 23 ára og er fluttur til Siglufjarðar og býr þar á- samt konu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur, sem var ágæt sundkona og var á tíma í landsliði okkar í bringusundi. Eiga þau eina dóttur, sem er á fyrsta ári. Magnús hcfur haldið uppteknum hætti í vetur og sigrað í sifellu. „Ég hef ekki æft eins og í fyrra“, sagði Magnús, sem nemur trésmíðar nyrðra. Hann vandist sinni íþróttagrein snemma heima fyrir. Fyrr á árum voru gönguskíðin raunar hclzta sam- göngutæki Fljótafólks, en sveitin er afskaplega snjóþung á vetrum eins og kunnugt er. Hætt er við að nýtízku- legri farartæki liafi nú leyst skíðin af hólmi. En engu að síður taldi Magnús að gangan yrði þar enn um sinn vin- sæl afþreying. SUND: Þórunn — sjö vikur við þjálfun í Alabama Þórunn Alfreðsdóttir, sundmaður ársins 1974, er aðeins 14 ára gömul, nemandi í Hvassaleitisskóla og félagi í Sundfélaginu ÆGI. Þórunn hefur æft sund í Ægi í fjög- ur ár og í stuttu spjalli við íþrótta- blaðið sagði hún okkur m. a., að hún æfði að staðaldri allt að 6 sinnum í viku, \Yi—2 klst. í senn. Þjálfarar Þórunnar eru hinir góðkunnu sund- menn, Guðmundur Gíslason og Sig- urður Ólafsson. Á s. I. ári átti Þórunn þess einnig kost að dvelja um 7 vikna tíma í Alabama í Bandaríkjunum við þjálfun hjá fyrrv. þjálfara sínum, Guðmundi Þ. Harðarsyni sem dvelur þar við framhaldsnám og sund- kennslu. Á árinu 1974 skaraði Þór- unn mjög fram úr bæði á Sund- meistaramóti íslands og Bikarkeppni Sundsambandsins vann hún beztu af- rekin. Uppáhalds grein hennar er 200 m. flugsund. Setti hún nýtt íslandsmet í þeirri grein á sundmeistaramótinu, 2. 31.9 mín. En Þórunn er ekki sú eina í fjölskyldunni sem sundið heillar. Bræður hennar þrír, Ólafur, Axel og Hermann hafa allir lagt fyrir sig sund og sundknattleik og keppt fyrir ÆGI. Það má því með sanni segja að for- eldrar þeirra, hjónin Unnur Ólafs- dóttir og Alfreð Eymundsson að Stóragerði 34, hafi lagt fram mikinn og góðan skerf til ÆGIS og sund- íþróttarinnar í heild. 11

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.