Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 14
Gamlir afreksmenn ...
Innritun í KR
— Og hver var nú byrjunin á íþrótta-
mennskunni? „Það má segja að vinur
minn, Anton heitinn Björnsson, íþrótta-
kennari, sem var nokkrum árum eldri en
ég, hafi skipt sköpum í þessu efni. Hann
var óþreytandi að draga mig með sér út
á Sólvallagötu, þar sem voru grasflatir,
kjörnar til íþrótta og leikja. Hámarkið
heid ég að hafi þó verið, þegar hann rölti
með mig niður í Garðastræti til Guð-
mundar „skó“. Þar fór fyrir mér eins
og fleirum Vesturbæingum, að ég varð
á svipstundu gallharður KR-ingur, og
það er ég enn. Ég man að ég var titrandi
og með hjartslátt, þegar við héldum til
þessa vinalega manns í skósmíðastofunni
í kjallaranum í Garðastrætinu".
„Anton og ég vorum miklir mátar og
máttum vart af hvor öðrum sjá. íþrótta-
dellan sameinaði hugi okkar, það var
okkar eina áhugamál, eða svo gott sem.
Ég kynntist knattspyrnunni, handbolta og
skauta- og skíðaíþrótt. Knattspyrnan var
algjör della hjá mér fram eftir unglings-
árum. Ég var fastur maður sem innherji
og útherji í KR í 3., 2. og 1. flokki. Þá
var ákveðin utanför til Færeyja. Ég var
skilinn útundan. Hversvegna, spyrðu?
Ekki veit ég það, — en plássið mitt í
liðinu var fyllt af einhverjum öðrum. Ég
varð fár við, móðgaðist upp á lífstíð, og
kom aldrei framar nálægt knattspymu,
enda þótt mig klæjaði sannarlega eftir
að sparka bolta“.
Blýlóðið
— Kannski var það þín mikla heppni
í íþróttaiðkun að hafa losnað þannig við
fótboltann?
„Já, ég er ekki frá því. Upp úr þessu
fór ég að stunda frjálsar íþróttir ein-
göngu. Við Anton og fleiri strákar höfð-
um tekið þann sið talsvert áður að kasta
þungu blýlóði, sem við fundum við lýsis-
verksmiðju vestur við Mýrargötu. Ég
fann fljótt styrk minn, enda þótt ég væri
bara smápatti. Ég var nefnilega betri en
margir stóru strákanna. Við settum okk-
ur það mark að kasta upp á steinvegg
þarna, það var ágætis markmið. Ég held
bara að veggurinn standi enn og beri
menjar þessarar íþróttadellu okkar strák-
anna. Anton Björnsson reyndist mér
góður og tryggur félagi alla sína tíð, en
hann fórst ungur með vélbát, og var það
mér mikill vinarsviptir.“
Húseby með Torfa, Magnúsi Jónssyni
(óperusöngvara) og Erni Clausen.
— Var þetta kannski kveikjan að því
sem koma átti? Alveg örugglega, því upp
úr þessu fór ég til Benedikts Jakobsson-
ar að æfa, var þetta 12—13 ára gamall.
Hann var eins og vitamínssprauta. Ég
hélt áfram í fótboltanum á þessum ár-
um, og í handbolta var ég víst nokkuð
hættulegur skotmaður. Það var sagt að
ef boltinn hitti, þá lægi það inni, með eða
án markvarðarins! í fótboltanum vorum
við ósigrandi, KR-ingarnir. Eitt markið,
sem ég skoraði er mér minnisstætt. Ég
skaut hátt upp i lofti utan frá miðju og
boltinn datt niður að baki markvarðarins,
sem gat vart annað en klórað sér í höfð-
inu. Albert Guðmundsson var þá einn af
mótherjunum. Hann var mjög efnilegur
þá strax. Síöar þótti okkur frjálsíþrótta-
strákunum það einkennilegt að sjá hann
dútla með bolta, tímum saman, dag eftir
dag, mánuð eftir mánuð, vestur á tennis-
vellinum á Melavellinum. En þetta laun-
aði sig vel hjá Albert, hann vissi hvað
hann var að gera.
„Dundað“ ó vellinum
— Eitthvað hefur þú víst ,,dundað“
sjálfur þarna vestur frá?
„Ekki er því fyrir að synja. Ég varð
algjör dellukall, æfði eins og vitlaus mað-
ur, vetur og sumar. Svo framarlega, sem
ljós logaði í gamla KR-húsinu við Tjöm-
ina, þá var maður kominn þar inn, og
farinn að æfa, og vestur á Melavelli kast-
aði ég tugi og hundrað kasta daglega.
Ég var víst ekkert skárri en Albert með
það“.
— Og hvenær fékkstu svo að sýna þig
fyrst á móti? „Það var þetta fyrsta sum-
ar, sem ég var hjá Benedikt. Anton, sem
var sífellt driffjöðrin, heimtaði að ég yrði
skráður í drengjameistaramót þá um
sumarið. Ekki gekk þetta þó sem bezt,
ég varð víst 6. af 10 keppendum. Ég
hlakkaði óskaplega til þessa móts, og
reyndar mótanna allra, sem ég átti síðar
eftir að vera með í.
Tveim sumrum síðar bára æfingar
Gunnars loks ávöxt, hann fór að taka
14