Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 17

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 17
 Hollendingurinn fljúgandi — ohan »>’ ■ Tuttugu og sjö ára er Johan Cruyff, þjóðhetja í tveimur lönduni, Hollandi og Spáni. Knattspyrnuáhugamenn beggja landanna mega vart vatni halda fyrir hrifningu og aðdáun, þegar Cruyff og knattspyrnusnilli hans berst í tal. Stjarna hans rís ekki aðeins hátt á Spáni og í Hollandi, allur hinn stóri knattspyrnuheimur viðurkennir yfir- burði hans og hæfileika. Síðan Pélé, brasiliska perlan hætti keppni á alþjóð- vettvangi er Cryff sá knattspyrnumaður, sem mestan áhuga vekur. Knattspyrnan er leikur ellefu samherja á móti ellefu andstæðingum. Hingað til hefur það verið viðurkennd regla, að enginn einstakur leikmaður væri eða ætti að vera ráðandi um gengi síns liðs og úrslit leikja. Johan Cruyff — Hollendingurinn fljúg- andi — kollvarpaði þeirri gömlu gull- vægu reglu. Hann var potturinn og pann- an í sigri Ajax, þrisvar í röð, í Evrópu- bikarkeppninni, auk þess sem hann leiddi liðið einu sinni til sigurs i heimsmeistara- keppni félagsliða. 315 milljónir, sem borguðu sig á einu ári. Þegar Cruyff kvaddi félaga sína í Ajax og hélt til Spánar voru áhrifin ekki lengi að koma í ljós. Hollandsmeistaratitiliinn rann úr höndum Ajax til Feyenoord og liðið féll úr Evrópubikarkeppninni i ann- arri umferð. Barcelona þurfti aftur á móti ekki að sjá eftir að hafa greitt 355 milljónir króna fyrir manninn, sem líkt hefur ver- ið við rússneska balletdansarann Nurejev. Aldrei hefur knattspyrnumaður verið keyptur fyrir jafnháa upphæð — en kaupin hafa borgað sig nú þegar. Barcelona liðið, sem átti í miklum erfiðleikum varð Spánarmeistari í fyrsta skipti í 14 ár. Allt var það Johan Cruyff að þakka — hann hreinlega snéri vörn í sókn og meðleikmenn hans fylltust bar- áttuhug og krafti eftir langa og bitra bar- áttu neðarlega í spænsku deildinni. Fjárhagslegur ávinningur félagsins læt- ur ekki á sér standa. Eftir aðeins rúm- lega árs veru hjá Barcelona er hið 90.000 manna áhorfendasvæði við leik- völl félagsins orðið of lítið. Unnið er að stækkun þess, þannig að þar rúmist 110.000 manns. Allt er þetta vegna Cruyff — Spánverjar vilja sjá Hollend- inginn og eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir. Hinn öruggi heimsmaður. Johan Cruyff er á engan hátt hinn dæmigerði atvinnuknattspyrnumaður — hvorki í útliti né framkomu. Honum hef- ur verið lýst, sem hinum fullkomna heimsmanni, grannur, kraftmikill — lífs- krafturinn geislandi í allar áttir. En meg- in einkenni hans er öryggið — það bregst honum aldrei — hvorki í hópi æstra að- dáenda né aðgangsharðra fréttamanna. Á leikvellinum er það sjaldgæft að jafn- vægi hans raskist hve hart sem andstæð- ingarnir sækja að. Þrátt fyrir að Cruyff sé dáður af mill- jónum um allan heim og geti sjaldan um frjálst höfuð strokið á ferðum sínum, tekur hann öllu með ró og spekt. „Ég veit að margir — mjög margir, vilja af mér frétta — og hverjar skoðanir mín- ar eru, sem knattspymumanns,“ segir hann. „Þeir eiga líka kröfu á að fá að vita það‘. Þetta fólk tekur þátt í að greiða mér laun og ég er tilbúinn til að ræða um hvað sem er — nema einkalíf mitt.“ löndum atv_______ 17

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.