Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 21

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 21
íþróttrir lamaóra Dagana 11.—16. des. s.l. efndi Í.S.Í. til fyrsta alhliða leiðbeinendanámskeiðs hér á landi fyrir leiðbeinendur í íþrótt- um fatlaðra. Alls voru 23 þátttakendur á námskeiðinu víðsvegar af landinu, langflestir þeirra íþróttakennarar. Aðal- kennari og stjórnandi námskeiðsins var Magnús H. Ólafsson en honum til að- stoðar voru Guðmundur Þórarinsson, til- nefndur af íþróttakennarafélaginu og Ella Kolbrún Kristinsdóttir tilnefnd af félagi sjúkraþjálfara. Auk þess voru flutt á námskeiðinu ýmiskonar erindi um mál- efni fatlaðra, bæði af læknum svo og af forystuaðilum í samtökum öryrkja. Námskeiðið stóð yfir hvem dag frá kl. 9—5. Bókleg kennsla fór fram í Hlíðaskóla en verkleg kennsla í íþrótta- húsi Álftamýrarskóla. Af viðtölum við þátttakendur má ráða, að námskeiðið hafi heppnast vel. Lögð var áhersla á að kenna hvernig fatlaðir geta lagt stund á flestar hinna venjulegu iþróttagreina, en auk þess kynntar ýmsar nýjar grein- ar, sérstaklega við hæfi fatlaðra en áður óþekktar hér á landi. Er það nánast ótakmarkað sem fatlaðir geta haft gagn og gaman af íþróttaiðkun, ef rétti- lega er að staðið. Til þess að fá sem besta innsýn í hlut- skipti fatlaðra fóru nokkrir þátttak- enda í bæjarferð í hjólastól eða með spelkur og hækjur. Myndin er úr einni ferðinni og skýrir sig að öllu leyti ^ ^ sjálf. Að námskeiðinu loknu hlutu allir þátttakendur viðurkenningarskjal. Myndin er frá kaffisamsæti, þar sem forseti ISI afhendir viðurkenningarskjölin. „Curling" er ný og skemmtileg íþrótt sem nýtur hvarvetna vaxandi vinsælda. Þátt- takendur leika hér „curling" úr hjólastói og einnig voru þeir settir í spelkur til að fá sem nánust kynni af getu og viðbrögðum fatlaðra. Borðtennis er vinsæl hjá fötluðum eins og öðrum. Hér leiðbeinir Hjálmar Aðal- steinsson tveim þátttakenda og fjær er Óskar Sigurpálsson að veita tilsögn í lyft- ingum. Jóhann Guðmundsson læknir, sérfræðingur í meðal þeirra sem fluttu fróðlegt erindi. Fjallaði semdir í baki og hryggjarliðum. bæklunarlækningum var erindi hans um mein- 21

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.