Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 24

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 24
I erli hins daglega lífs er mann- eskjan stöðugt að aðhafast eitthvað, sem í raun ógnar lífi hennar og heilsu. Við reykjum og drekkum, skerum okkur til blóðs eða hruflum okkur. Við tökum á sprett til að komast í verzlun áður en lokað er eða við hlaupum til að missa ekki af strætis- vagninum. Það er hóstað eða hnerrað framan í okkur i troðningi eða mann- þröng. Við sleikjum frímerki, sem handleikin hafa verið af afgreiðslu- manninum, rétt eftir að hann taldi velkta hundraðkrónuseðla. Við skell- um okkur í gufubað, þar sem hitinn fer jafnvel uppfyrir 100 gráður á cel- cius eða þá við förum á skíði í 20 stiga frosti. Þrátt fyrir þetta háttalag verða margir okkar 90 ára, sumir jafnvel meira en 100 ára. Ástæðan er sú, að líkaminn getur gripið til ýmissa varna- og varúðarráð- stafanna án þess að manneskjan sjálf ráði nokkru þar um. Ósjálfrátt snýst líkaminn til varnar aðsteðjandi erfið- leikum. Þér blæddi, þegar þú skarst þig í fingurinn. — Auðvitað — hugsa sum- ir — einfalt og sjálfsagt. — Nei, al- deilis — við storknunina fer fram mjög flókin atburðarrás. Þegar þú hljópst í búðina eða á eftir strætisvagninum myndaðist svo mikil mjólkursýra í vöðvunum, að þeir hefðu skaðast, ef líkaminn kynni ekki ráð til að fjarlægja sýruna fljótlega. Við hlaupin varð líkaminn svo heitur að eggjahvítuefni hans hefðu storknað, ef ekki væri hægt að lækka hitann samstundis niður á eðlilegt stig. Hið aukna starf vöðvanna krefst aukins súrefnis, — svo mikils, að ekki væri nægilegt eftir fyrir önnur líf- færi ef hjartað brigði ekki skjótt við og yki ferðina. Einnig verður andar- drátturinn örari. Þegar þú skaust inn um dyr verzlunarinnar á slaginu sex, sló hjartað því ótt og títt og þú náð- 24

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.