Íþróttablaðið - 01.02.1975, Síða 26
Handknattlerikur
FYRST
ÞURFTI
AD
RÉTTA
FJÁR-
HAGINN
„Nei, það er af og frá að við höfum
á nokkurn hátt misst andlitið“, sagði
Sigurður Jónsson, formaður Handknatt-
leikssambandsins, þegar við hittum hann
nýkominn frá Norðurlandameistaramót-
inu í handknattleik, sem fram fór í
Kaupmannahöfn í febrúarbyrjun. „Við
erum eiginlega furðu lostnir yfir þeim
blaðaskrifum, sem átt hafa sér stað eftir
mótið“, sagði Sigurður.
Blöðin hafa haft uppi stór orð um
getuleysi landsliðsins í leikjunum gegn
Svíum og Dönum, en báðum lauk leikj-
unum með tapi okkar manna, í bæði
skiptin var um að ræða 2 marka tap.
„Við viljum gjarnan vinna sem flesta
leiki“, sagði formaðurinn, „en óskhyggjan
má ekki ganga of langt. Staðreyndin er
sú, að við höfum oftast verið mun lak-
ari en þessar tvær þjóðir í handknattleik,
ekki mikið, en nóg til þess að við stát-
um af fáum sigrum gegn þeim, ekki sízt
þegar við erum að heiman“.
Sigurður Jónsson tók við formennsku
með stjórn sinni í júlí mánuði s. 1. „Pað
er strax í upphafi eitt helzta málefni okk-
ar að athuga með erlendan þjálfara til að
undirbúa landsliðið okkar fyrir komandi
átök og undirbúning fyrir forkeppni Ol-
ympíuleikana í Montreal 1976. Þetta
tókst ekki og kom þar þrennt til. Við
vorum of seint á ferðinni fyrir haustið,
góðir þjálfarar voru allir samningsbundn-
ir.
Þá er að nefna aðstöðuleysið fyrir æf-
ingar landsliðsins. Okkur var úthlutað
miðvikudagskvöldum í Laugardalshöll-
inni. Svo virðist sem Höllin sé upptekin
3 af hverjum 4 miðvikudagskvöldum
vegna keppni, þetta er orðin keppnishöll
fyrst og fremst, en um önnur hús til æf-
inga er ekki að ræða fyrir landsliðið. Þá
kemur annað til, félögin hafa hreint og
beint ekki gefið eftir sína menn, eins
og við höfum þurft á að halda. Eflaust
hefur spennandi íslandsmót haft sitt að
segja í þessu tilliti.
í þessu efni þarf einhverju að breyta,
og má geta þess að stjórn HSÍ er nú að
endurskoða keppnistímabilið með það
fyrir augum að þarna verði ráðin bót á,
að árekstrar eigi sér ekki lengur stað
milli félaganna og landsliðsins. Vonum
við að endurbæturnar verði hægt að gera
þegar fyrir næsta keppnistímabil. Félögin
verða að skilja að landsliðið verður að
fá beztu menn þeirra til æfinga og keppni,
þegar á þeim þarf að halda. Það hljóta
allir að viðurkenna að er aðeins sann-
gjörn krafa.
Nú, þá er það þriðja og ekki veiga-
minnsta atriðið, sem ég komst að, þegar
ég tók við formannsembættinu í júlí.
Skuldirnar voru upp á 3 milljónir króna.
Góður þjálfari hefði kostað 1.5 milljón-
ir króna. Fjárhagslega var þetta hrein-
lega útilokað, eins og á stóð. Starf okkar
hefur því verulega beinzt að því að leysa
fjármálahnútana, og það sýnist mér að
æth að takast. Reyndar má sega að þau
mál séu komin í höfn að miklu eða mestu
leyti, og að endahnúturinn á þau mál
verði bundinn á næstu vikum.
— Og hvað er framundan í starfinu?
„Að sjálfsögðu höldum við áfram að
reyna að útvega góðan þjálfara. Við höfð-
um samband við hinn rúmenska lands-
liðsþjálfara Kunst. Hann benti okkur á
að reyna fyrir okkur í Tékkóslóvakíu. Þar
komumst við í samband við Mares, þann
fræga leikmann, sem nú er ágætur þjálf-
ari. Hann hentar okkur vel að því við
teljum, hefur góða menntun í þjálfun og
talar að auki ensku ágætlega vel. Að vísu
er ekki búið að ganga endanlega frá
samningum, við bíðum eftir lokasvari frá
honum og væntum þess að fá hann í
haust til okkar í lokaundirbúninginn fyrir
forkeppni OL“.
— Verður landsliðið við æfingar í
sumar?
„Já, það verður gert, og í júlí verður
ísland í góðum félagsskap í Júgóslavíu,
þar keppa heimamenn, Rússar, A-Þjóð-
verjar, Tékkar og íslendingar í Trophy
Cup. Þetta verður sterkt mót. Þá ætlum
við að halda svipað mót hér heima í
september, hingað koma Svíar, Tékkar
og Svisslendingar. Þetta mót ætlum við
að reyna að gera að árlegum viðburði
hér heima. Nú, það sem eftir er af leik-
tímabilinu eru 6 landsleikir eftir, Júgó-
slavar í febrúarlok, Tékkar í marzbyrjun
og loks Danir um mánaðamót marz og
apríl. Öll landsliðin leika tvo landsleiki
hér og ættu að rétta verulega við fjár-
haginn hjá okkur“.
Sigurður kvað forkeppni OL fara fram
í október n. k. en dregið verður í apríl
um hvaða lið leika saman. Væntanlega
mun ísland fá eitt af liðunum, sem voru
í 2.—8. sæti á síðustu leikum, og annað
land, sem líklega verður lakara að gæð-
um.
— Hvað hefur verið gert varðandi
unglingastarfið, Sigurður?
„Unglingastarfið er að sjálfsögðu geysi-
mikilvægt, og við höfum reynt eftir beztu
getu að hlynna að því. Þar höfum við
ágætan mann, Hilmar Bjömsson, sem var
ráðinn í haust til að sinna unglingamál-
efnunum. Meðal annars hefur hann þýtt
og látið Ijósprenta svokallaðan Mark-
varðaskóla, sænska kennslubók, sem ætti
að koma að miklu gagni. Þá hefur Hilm-
ar gert úttekt á þjálfun yngri flokkanna
og verið í sambandi við þjálfara þeirra.
Því miður er allt of víða pottur brotinn í
þjálfuninni, fjölmenni allt of mikið á
æfingum til að hægt sé að vinna nokkuð
af viti, þetta allt upp í 50—60 manns á
einni 45 mínútna æfingu.
Þá höfum við aukið starfsemi kvenna-
landsliðsins. Þær léku landsleiki við
Bandaríkin á dögunum, og nú er rætt
um Bandaríkjaferð okkar liðs og
sömuleiðis hefur verið rætt um ferð til
Norðurlanda og Hollands næsta vor. Þá
er trúlegt að Norðmenn komi hingað með
sitt kvennalandslið, og einnig Færeying-
ar“.
— Og hvað kostar starfsemi eins og
sú, sem HSJ þarf að standa undir?
„Starfið kostar vart undir 8 milljón-
um á ári miðað við núgildandi krónur,
þar koma á móti landsleikir hér heima,
sem gefa okkur mest í aðra hönd til að
mæta þessum kostnaði", sagði Sigurður
Jónsson að lokum. — JBP —
26