Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 35

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 35
Lífið getur verið eins og að spila sömu plötuna aftur og aftur. Væri ekki gaman að reyna að spila hinum megin? Þarf það að vera alltaf sama starfið, sömu launin sömu öhyggjurnar? Efastu stundum um hæfileika þína til að leika nýtt lag? Sennilega efast þú ekki um sjálfan þig en aðrir halda að þú gerir það. Ef til vill hikar þú við að segja nokkur orð á fundum, frestar því að taka ákvarðanir eða mistekst að túlka skoðun þina á skýran og kröftug- an hátt. Þú gætir verið að gefa al- ranga mynd af þér. Dale Carnegie námskeiðin hafa þjálfað meira en 2.000.000 ein- staklinga i því að hugsa, fram- kvæma og taka árangursríkar ákvarðanir og við höfum upp- götvað, að flestir einstaklingar hafa miklu meiri hæfileika til að ná árangri heldur en þeir sjálfir héldu. Um þetta fjallar Dale Camegie námskeiðið — kenna þér að kom- ast áfram á eigin hæfileikum. Nú, ef þú vilt spila hina hliðina á plötunni okkar, þá er innritun og upplýsingar í síma 82411. Stjómunarskólinn Konróð Adolphsson Ásbjörn Magnússon, hjá Flugleiðum, hefur aldrei komist upp fyrir skíðasleða- stigið en fullyrðir eftir eigin reynslu að það sé nóg við að vera fyrir þá sem ekki eru „skíðahnetur". í hinu undurfagra landslagi sé enginn vandi að eiga dýrðar- daga í gönguferðum, á hestasleðum, við sund, leikhús, tónleika, listsýningar, verzlunarferðir, dans og kvöldskemmtan- ir. Það er heldur engin goðgá fyrir byrj- endur að fara í Alpana til að læra á skíðum, þvi þar em bestu skíðaskólar í heimi og ótrúlegt hve fljótt menn taka framförum, þótt þeir hafi aldrei stigið á svo mikið sem tunnustafi. — Það er að vísu best að taka með sér fatnaðinn, því að þarna í landi er þetta tískufatnaður og því nokkuð dýr. Hinsvegar er hægt að leigja sér skíði, skíðaskó og annað sem til þarf, á hóf- legu verði og allt era þetta úrvalsvörar. Annað kæmust menn ekki upp með á þessum stað, segir Ásbjöm. — Ég hef sjaldan komið í huggulegri húsakynni. Það beinlínis ilmar allt af hreinlæti á gististöðunum og ég tók sérstöku ástfóstri við Kitzbuhei. Þarna er fólk á öllum aldri og stemmningin er svo góð að það verður að reyna til að skilja. Það skaðar ekki að fulltrúar okk- ar þarna eru Trans/Alp, sem er sænskt fyrirtæki og hjá því starfar ungt sænskt fólk. Það hefur tekið íslendingana sér- staklega upp á sína arma og það er bók- staflega ekkert sem það vill ekki fyrir þá gera. Menn geta því skundað þarna um með sína skandinavisku, þótt ensku og ekki síöur þýzkukunnátta sé auðvitað kostur. — Það er búið í Hechenmoos, rétt ut- an við sjálft þorpið Kitzbuhel og þegar menn koma út á morgnana geta þeir valið um stórkostlegar skíðabrekkur sem eru til beggja handa. Menn geta valið um einnar eða tveggja vikna ferðir. Ein vika í Kitzbuhel kostar kr. 34,700 en 2ja vikna ferð 42.90. Vika í Chamonix kostar 34,900 en tvær 41,900. Gisting er í tveggja manna herbergjum. Það era ekki böð í þeim en hinsvegar heitt og kalt vatn og böð era á stigaganginum. Þeir sem vilja ákveðið vera í eins manns herbergjum geta fengið það fyrir auka- greiðslu, kr. 2500 fyrir eína viku en kr. 5000 fyrir tvær. Innifalið í verði er flug- farið Keflavík-Luxemburg-Keflavík og fargjald með sérstakri áætlunarbifreið frá Luxemburg til skíðastaðanna og til baka Svo er það gisting í sex eða tólf nætur. í Kitzbuhel er innifalið morgunkaffi og kvöldverður öll kvöld, en í Chamonix er innifalið morgunkaffi og 2 kvöldverðir í vikuferðum og í tveggja vikna ferðum. Þá er innifalin þjónusta fararstjóra Trans Alp meðan á ferðinni stendur. Skíðalyftureisur eru ekki innifaldar, en hinsvegar er hægt að kaupa afsláttar- kort fyrir viku eða lengri tíma, bæði fyrir skíðalyftur og ,bússa“. 35

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.