Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 37
Hlíðarfjall freistar margra
— Til að fólk sæki skiðastað þarf
það að kunna á skíðum. Til að kunna
á skíðum þarf það að læra. Þess vegna
fórum við af stað með skíðaskóla hér í
Hlíðarfjalli í fyrra. Skólinn gekk mjög
vel og raunar miklu betur en við þorð-
um að vona. Við sjáum þegar árangur
af þessu starfi í aukinni sókn í fjallið.
Þannig fórust Ivari Sigmundssyni orð,
þegar íþróttabiaðið átti tal við hann fyrir
skömmu, en ívar er forstöðumaður
íþróttamiðstöðvarinnar í Hlíðarfjaili við
Akureyri. Starfsemin í Hlíðarfjalli hefur
farið vaxandi frá ári til árs og það gerist
æ oftar að yfir 1000 manns leggur leið
sína þangað á góðviðrisdegi og notfærir
sér aðstöðuna, sem fer síbatnandi.
— 1 fjallinu geta allir fundið brekkur
við sitt hæfi, sagði ívar, enda hefur verið
lögð áhersla á að uppbyggingin yrði mið-
uð við þarfir almennings. Skíðaíþróttin
er ein af þeim iþróttagreinum, sem hæfir
öllum aldurshópum, en slíkt verður ekki
sagt um margar aðrar íþróttagreinar.
Þegar litið er upp í brekkurnar í kring
um hótelið ber mest á börnum og ungl-
ingum. Manni verður því á að spyrja
hvar hinir aldurshóparnir halda sig?
ívar: í dag er miðvikudagur og mán-
aðarfrí í skólum bæjarins. Það er því
eðlilegt að yngri kynslóðin sé áberandi.
Hins vegar er því ekki að neita að hún
er alltaf í meiri hluta þó að aðsókn full-
orðinna sé mikil um helgar. Þetta stafar
líka af því að skíðaíþróttin er ung íþrótt
og það tekur í raun og veru kynslóðir að
gera íþrótt að almenningsíþrótt. Upp-
byggingin í Hlíðarfjalli hófst árið 1962
og var sóknin í fjalið fyrstu árin afar
lítil. Núna eru unglingarnir sem þá komu
hingað farnir að koma í fjallið með börn-
in sín. Þannig mun þetta halda áfram að
hlaða utan á sig.
íþr.bl. — Getur aðsóknin ekki ráðist
líka af tískusveiflum?
Ivar: — Ég held að það séu þrír þætt-
S. HELGASON HF.
Steiniðja
Einholti 4
SÍMI 26677
Gluggakistur
ÚR BLÁGRÝTI OG GRÁSTEINI,
OG EINNIG ÚR ETERNIT.
37