Íþróttablaðið - 01.02.1975, Síða 43

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Síða 43
Feróalög í febrúar 1974 opnaði verzlunin Úti- líf h.f. í Glæsibæ og hefur eins og við var að búast gengið nokkuð glæsilega síðan. Eins og nafnið ber með sér er einkum höndlað með þær vörur sem fólk þarf til að geta stytt sér stundir við leiki eða útilegur úti í guðsgrænni nátt- úrunni. — Þó er kannske lögð mest áhersla á að gera því til hæfis með það sem það þarf þegar Guðs náttúra er hvít, því skíði og skíðabúnaður er það sem mest áhersla er lögð á. Bjarni Sveinbjörnsson gekk með okk- ur um verzlunina til að sýna okkur það helsta sem hann hefur á boðstólum. — Við erum með Blizzard, Elan og Spalding skíði, en það eru leiðandi merki í skíðaiðnaðinum í dag. Þá erum við einnig með finnsk og norsk göngu- skíði. Ég hef reynt eftir bestu getu að vera með skíði fyrir alla og ég held að það hafi tekist nokkuð vel. Það geta allir fundið skíði við sitt hæfi hér, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, byrjendur eða eldklárir. Fyrir jólin seldum við t.d. mikið af barnaskíðum, á börn frá 3—6 ára. — Það er að verða mjög ánægjuleg þróun í skíðamálunum hér. Þetta er að verða fjölskylduíþrótt og það fer vel á því. Þetta stafar auðvitað af því að það hefur orðið gerbreyting á aðstöðunni. Við höfum verið 30 árum á eftir tíman- um í þessu efni, það hefur bókstaflega ekkert verið gert fyrir skíðamenn þar til núna. Aukin skíðakennsia, til dæmis í Kerl- ingafjöllum hefur líka lengt skíðatímann til muna og það er nú orðin nokkuð jöfn sala allt árið. Töluvert á sumrin líka. — Nú, hestamennska er einnig vin- sælt sport og ég hef hér í búðinni allt sem til hennar þarf, nema sjálfa hest- ana. Ég er með hnakka, beisli, tauma, svipur, áhöld til að járna og þar fram- eftir götunum. Það er töluverð hreyfing i þessu enda eru ófáir hestar hér innan borgarmarkanna. Þar fyrir utan býður Útilíf upp á fjöl- breytt úrval af allskonar annarskonar íþróttavörum. Þar eru t. d. föt til nær hverskonar íþrótta, þar eru handboltar, útilif fótboltar, skautar, borðtennis og badmin- tonspaðar. Sportjakkar og ýmiskonar annar sportfatnaður. Þá er einnig hægt að fá þar fullkom- in viðleguútbúnað, með útigrilli og til- heyrandi. Þá er í tengslum við verslunina rekin Skíðaþjónustan. Þar er hægt að fá gert við hverskonar skíðaútbúnað, bindingar settar á og þar frameftir götunum og það er útlærður maður sem annast þetta enda segir Bjarni að þetta sé fullkomn- asta skíðaviðgerðaverkstæði norðan Alpafjalla. 1 skíðaþjónustunni er einnig rekin um- boðssala fyrir notuð skíði, skíðaskó og annað skíðadót og er þar hægt að gera góð kaup. ¥ ¥ ERUM FLUTT AÐ LAUGAVEGI 15 hf V*. LITIÐ INN OG SKOÐIÐ OKKAR MIKLA OG VANDAÐA VÖRUÚRVAL. VÖRUR FYRIR ALLA~ VERÐ FYRIR ALLA lilil.- KBISHLI Laugaveg 15 sími 13111 43

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.