Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 45

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Side 45
Cruyfff — Framh. af bls. 19 Fadrhonc vi'ki sem hjálfari landsliðsins. Cruyff var þá staddur á Spáni en brá við skjótt og sendi skeyti til hollenska knattspvmusambandsins. ,,Ef Fadrhonc rekinn — Cruyff hættur.“ Stuttaralegur símskeytastíll en árangursríkur samt. Þannig launaði Cruyff, Fadrhonc frá Tékkóslóvakíu, sem ávallt mótaði leik liðsnis nieð Cruyff í huga. Þrátt fyrir að Cruyff er stöðugt í fullri þjálfun óttast hann að meiðast illa í knattspyrnuleik. Flann minnist þess, er Pelé meiddist svo illa í heimsmeistara- keppninni 1966, að hann var úr leik fyrir lokaumferð keppninnar. „Flingað til hef ég sloppið heill á húfi frá leikjum, sama hvernig andstæðingam- ir hafa reynt að stöðva mig. Sannarlega ekki alltaf með neinum vettlingatökum. En hve lengi verða heilladísirnar mér hliðhollar?“, spyr Cruyff. Alfredo di Stefano fyrirmyndiii Alfredo di Stefano er sá knatt- spymumaður, sem hann dáir mest. „Flvíta örin“, sem vann aðdáun allra knattspyrnu áhugamanna þau tíu ár, sem hann leiddi Real Madrid frá einum sigrinum til annars. „Hann var stórkostlegur leikmaður, ofurmenni með ódrepandi kraft. Hann er mín fyrirmynd,“ segir Johan Cruyff. Meðspilarar Cruyff dá hann og virða. Gott dæmi um það era orð Arie Haan, sem lék með honum hjá Ajax. „Það er eins og að berjast fyrir góðan hershöfð- ingja. Þegar eitthvað bjátar á, leitar mað- ur til Cruyff, fær hans fyrirmæli og fer eftir þeim. Ef eitthvað gengur ekki eins og áætlað var, tekur hann á sig sökina. Þannig hefur hann alltaf verið. Jafnvel leikmenn Feyenoord — erkióvinarins — viðurkenna Cruyff sem foringjann.“ óG. Stuttur ferill — Framh. af bls. 23 ar mundir. Og keppnin var svo sann- arlega hörð í upphafi. Landi Morris, Robert Clark tók forystu eftir fyrri daginn, hann vann sérlega góð afrek í 100 metra hlaupinu og langstökkinu. í fyrstu grein síðari dags, 110 metra grinda hlaupi. náði Morris forystunni og hélt henni til loka. Hann átli þó frekar lé- legar greinar síðari daginn. stangarstökk. þar sem hann var síðastur og spjótkast, en þar varð hann níundi. Tugþrautinni lauk hann með ágætu 1500 mctra hlaupi. þar sem hann hljóp á 4:33,2 mínútum, hans besti tími. Annar í tugþrautinni var landi Morris, Robert Clark með 7601 stig og þriðji .lack Parker, einnig Bandarík junum með 7265 stig. Bæði Morris og Clark náðu betri árangri en gamla staðfesta heimsmetið. Eftir Olympíuleikana tók Glenn Morris þátt í nokkrum íþróttamótum og á einu þeirra, sem fram fór í Stokk- hólmi ágústkvöld eitt gerðist sorgleg- ur atburður. Eins og áður segir var Morris aumur i lærvöðva og þau meiðsli háðu honum í Olympíukeppn- inni. Morris hafði hlaupið 110 metra grindahlaup á 14,6 sek. og stokkið 6,73 m í langstökki í Stokkhólmi og þá gerðist óhappið. íþróttafélagarnir báru konung íþróttanna út af leikvanginum, Það var ekki aðeins Olympíuleikvang- urinn í Stokkhólmi, sem hann yfirgaf í þetta sinn, hann náði sér aldrei til fulls, þetta var hans síðasta keppni. Sorglegur endir á glæstum íþrótta- ferli. Morris talaði sjálfur um að ef hann myndi ná sér árið eftir myndi hann þreyta keppni á ný, hann stefndi að því að ná 8300 stigum árið 1937. Að því loknu ætlaði hann að hætta. Haust- ið 1936 áformaði hann að gifta sig. Að- eins eitt ár í viðbót — en ekki meira. Þetta var takmark hans, en örlögin gripu í taumana. Eftir sigurinn á 01- ympíuleikunum streymdu tilboðin til Glenn Morris um framtíöaratvinnu. Hann lét sér þó fátt um- finna-st, hann var lítillátur áfram, dáður maður, sem óskaði þess að ná árangri í lífinu vegna hæfileika sinna sem maður, en ekki vegna afreka í íþróttum. Hin heims- fræga útvarpsstöð National Broadcast- ing Corporation bauð honum starf sem íþróttafréttamanni og það stóðst hann ekki. Morris fékk fína skrifstofu og mahóní-húsgögn og naut starfsins mjög. í desember 1936 hlaut Glenn Morris Sullivan styttuna eftir harða keppni við Jesse Owens. Það eru ein fræknustu verðlaun, sem bandarískum íþrótta- manni geta hlotnast. Hann virtist og vera á batavegi í fætinum. Morris hafði heilið að keppa fyrir Frjálsíþróttafélag New York borgar á næsta keppnistíma bili. Hann var orðinn vel metinn og hátt- skrifaður i Rotarykiúbbi. Gæfan virtist brosa við honum hvert sem litið var. Tarzan, atviiniumaður! En ekkert er fullkomið. Útvarps- maðurinn kunni ekki við sig í stór- borginni. Hir.ar hörðu götur tóku fjað- urmagnió úr fótunum og mengað Ioftið hafði slæm áhrif á hann. Hann fann það, að með sama áframhaldi rættist ekki draumurinn um 8300 stig í tug- þraut. Nú kom annað til sögunnar, hinn frægi og margfaldi heimsmethafi í sundi, Johnny Weissmúller, sem leikið hafði Tarzan í kvikmyndunum í nokk- ur ár var að missa álit kvikmynda- jöfranna. Það varð því að fá nýjan Tarzan. Fyrst beindust hugir kvik- myndastjóranna að ,,baseball“ hetj- unni Lou Gehrig, en frá því var horf- ið fljótlega, og þá kom upp nafnið Glenn Morris. Honum voru boðnar háar fjárhæðir — og hann þáði boðið. Það varð aðeins ein kvikmynd — Hefnd Tarzans. Elenor Holm lék hvítu stúlkuna, en hún varð olympíumeistari í baksundi á OL í Los Angeles. Holm var aftur á móti dæmd frá keppni fyrir OL í Berlín, því að á leiðinni yfir hafið dvaldi hún um of á barnum. Myndin fékk mjög slæma dóma og frægð í kvikmyndum var úr sögunni. íþrótta- ferill Glenn Morris var á enda. Daniel J. Ferris, hinn kunni leiðtogi banda- riskra frjálsíþróttamanna sagði að hann hefði notað frægð sína sem íþróttamaður til að hljóta frægð í kvikmyndaiðnaðinum. Hann var dæmd- ur atvinnumaður í íþróttum, já strag- ar voru reglurnar í þá daga. Það varð hliótt um Glenn Morris, en haustið 1938 skildi hann. Haustið 1938 tók hann þátt í keppni í fótbolta með atvinnumannafélaginu Hollywood Stars. En síðan kom styrjöldin og Glenn Morris fór í flotann. Þar með lauk hin- um stutta, en viðburðarríka ferli þessa frækna íþróttamanns. Eins og áður er getið keppti Glenn Morris aðeins þrívegis í tugþraut og ár- angur hans var sem hér segir í einstök- um greinum: 100 III langstökk kiíluvarp hástökk 400 in 110 ni grind kringla stöng spjót 1500 m Árangur 10,6 6,96 13,50 1,79 50,9 15,2 41,14 3,40 55,47 4:52.3 7576 st. 10,7 6,85 14,45 1,86 50,7 14,9 43,10 3,45 56,06 4:48.1 7880 st. 11,1 6,97 14.10 1,85 49,4 14,9 43,02 3,50 54,52 4:33.2 7900 st. 45

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.