Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 5
í Maðinu
40 ára afmæli
íþróttablaðið minnist nú 40 ára afmælis síns, en
raunar er enn lengra síðan að blaðið hóf fyrst
göngu sína. Af ýmsum ástæðum hafa þó fallið
úr nokkrir árgangar og hefur blaðið aldrei
komið lengur samfellt út en nú að undanförnu,
eða frá árinu 1963. Það verður að kallast gott á
íslandi, ef blað nær 40 ára aldri, en vonandi
sannast það á íþróttablaðinu að allt sé fertug-
um fært, og víst er að ekki hefur verið meiri
gróska í útgáfu blaðsins í annan tíma en nú
undanfarin ár, og áskrifendum blaðsins hefur
farið jafnt og þétt fjölgandi. Enn er þó langt í
land að þeir sem blaðið vinna séu ánægðir með
það, og stefnan eftirleiðis sem hingað til hlýtur
að verða sú að auka enn blaðið og bæta það. í
blaðinu nú er rakin nokkuð saga blaðsins, sem
hefst þegar á árinu 1925.
Gluggað í gömul blöð
Stundum er sagt að blöðin séu spegill samtím-
ans. Og þegar íþróttablaðinu er flett í gegnum
árin, kemur slíkt í Ijós. Við bregðum nú upp
svipmyndum í máli og myndum úr gömlum
blöðum, og vonum að þeir sem lifðu þessa
„gömlu og góðu'1 tíma geti ornað sér við
minningarnar, en þeir yngri haft af þessu
nokkurn fróðleik. Fyrirfram biðjumst við afsök-
unarágæðummyndanna.semteknareru uppúr
gömlum blöðum, og því ekki alltaf eins góðar
og æskilegt væri.
Knattspyrnuvertíðin
Knattspyrnuvertíðin er nú að hefjast, og í tilefni
þess hugaði íþróttablaðið að skipan 1. deildar
liðanna í ár, og þeim breytingum sem orðið
hafa á þeim frá fyrri árum. Eru breytingarnar og
mannaskipti óvenjulega mikil, og gæti það bent
til þess að komandi íslandsmót verði tvísýnna
og skemmtilegra en oft áður.
Með Valsmönnum í Munchen
Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, sem skrifað hefur pistla um
handknattleik fyrir íþróttablaðið að undan-
förnu, fylgdi Valsmönnum til Munchen, þarsem
þeir léku úrslitaleik Evrópubikarkeppni
meistaraliða í handknattleik. Þar fékk hann
hinn kunna handknattleiksmann, Júgóslavann
Horvat sér til aðstoðar, og segja þeir félagar álit
sitt á leiknum.
5