Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 17
ins og ábyrgðarmaður hvað ritað efni varðar." Með samningunum við Frjálst framtak h.f. var stefnt að því að íþróttablaðið kæmi út annan hvern mánuð, eða alls 6 blöð á ári. Náðist það takmark strax, og þegar frá upphafi var bryddað upp á ýmsum nýjungum, t.d. lit- prentun, sem mæltist mjög vel fyrir hjá lesendum blaðsins. Jafnframt var gert stórátak í út- breiðslu blaðsins, og mun upplag þess hafa nærfellt fjórfaldast á tveimur fyrstu árunum eftir að Frjálst framtak h.f. tók við rekstri þess, og hefur síðan verið um jafna og þétta aukningu áskrif- enda að ræða. Til að byrja með var Jón Birgir Pétursson, fulltrúi Frjáls fram- taks h.f. við útgáfuna, en árið 1975 tók Steinar J. Lúðvíksson við því starfi. Hann tók síðan við ritstjórastarfi hjá blaðinu, með Sigurði Magnússyni í ársbyrjun 1977, og hafa þeir síðan verið rit- stjórar blaðsins. í ársbyrjun 1977 var einnig hafin mánaðarleg út- gáfa blaðsins að nýju, og hefur svo verið reglulega síðan. Samningar þeir, sem ÍSÍ og Frjálst framtak h.f. gerðu um út- gáfu íþróttablaðsins runnu út árið 1977 og voru þá endurnýj- aðir til fimm ára aftur. Hefur reynslan af samstarfinu verið mjög góð, og íþróttablaðinu tví- mælalaust til mikils framdráttar. BLAÐID UNNID Á HLAUPUM Alfreð Þorsteinsson, ritstjóri íþróttablaðsins 1969—1971. „Þegar ég ritstýrði íþróttablaðinu var það aðeins hálft starf hjá mér en ég var einnig íþrótta- fréttaritari Tímans á sama tíma. Ég var þannig hálfatvinnumaður og segja má að blaðið hafi verið unnið á hlaupum,“ sagði Alfreð Þorsteins- son, forstjóri Sölu vamarliðseigna, er við báðum hann að rifja upp ritstjómarferil hans við íþróttablaðið, á árunum 1969—1971. „Ég reyndi að þróa blaðið áfram í rétta átt, frá því sem það var, og breytti efninu á ýmsan hátt. Ég lagði áherslu á að hafa viðtöl við afreksfólk og tók upp leiðaraskrif, þar sem ég leitaðist við að koma sjónarmiðum ÍSÍ á framfæri. Þá reyndi ég að brjóta til mergjar ýmis vandamál, sem ÍSÍ átti við að glíma, og sú út- tekt fór yfirleitt fram þannig, að ég lagði spurningar um mál, sem voru í brennipunkti, fyrir framámenn íþróttahreyfing- arinnar. Að lokum get ég nefnt að ég opnaði pósthólf en þangað gátu lesendur skrífað og létt á hjarta sínu um ýmis mál, viðkomandi íþróttum.“ Alfreð kvað fþróttablaðið á þessum tíma, eða fyrir réttum 10 árum, hafa vakið almenna athygli, sérstaklega þar sem tekið var á hinum ýmsu vandamálum. Og hann bætti við að slíka umfjöllun á mál efnum íþrótta í dag vantaði mjög í allrí íþróttablaða- mennsku hérlendis. „Á þessum árum var mikill uppgangur i íslenskri knatt- spymu en þá var Albert Guð- mundsson formaður knatt- spyrnusambandsins, og var þá í fyrsta skiptið farið að leika knattspymu nær allan ársins hring, man ég.“ Hvað með minnisstæða at- burði eða greinar? „Ég man nú ekki eftir nein- um sérstökum atburðum en ein grein er mér ofarlega í huga. Það var grein um málefni knattspyrnunnar er ég nefndi „Misheppnuð bylting“ og með henni fannst ýmsum í knatt- spymuforystunni ómaklega að sér vegið. Það varð heilmikið mál út af þessu.“ Alfreð var einn með íþróttablaðið á þessum árum, bæði skrifaði hann efnið og Framhald á bls. 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.