Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 17
ins og ábyrgðarmaður hvað ritað
efni varðar."
Með samningunum við Frjálst
framtak h.f. var stefnt að því að
íþróttablaðið kæmi út annan
hvern mánuð, eða alls 6 blöð á
ári. Náðist það takmark strax, og
þegar frá upphafi var bryddað
upp á ýmsum nýjungum, t.d. lit-
prentun, sem mæltist mjög vel
fyrir hjá lesendum blaðsins.
Jafnframt var gert stórátak í út-
breiðslu blaðsins, og mun upplag
þess hafa nærfellt fjórfaldast á
tveimur fyrstu árunum eftir að
Frjálst framtak h.f. tók við rekstri
þess, og hefur síðan verið um
jafna og þétta aukningu áskrif-
enda að ræða.
Til að byrja með var Jón Birgir
Pétursson, fulltrúi Frjáls fram-
taks h.f. við útgáfuna, en árið
1975 tók Steinar J. Lúðvíksson
við því starfi. Hann tók síðan við
ritstjórastarfi hjá blaðinu, með
Sigurði Magnússyni í ársbyrjun
1977, og hafa þeir síðan verið rit-
stjórar blaðsins. í ársbyrjun 1977
var einnig hafin mánaðarleg út-
gáfa blaðsins að nýju, og hefur
svo verið reglulega síðan.
Samningar þeir, sem ÍSÍ og
Frjálst framtak h.f. gerðu um út-
gáfu íþróttablaðsins runnu út
árið 1977 og voru þá endurnýj-
aðir til fimm ára aftur. Hefur
reynslan af samstarfinu verið
mjög góð, og íþróttablaðinu tví-
mælalaust til mikils framdráttar.
BLAÐID UNNID Á HLAUPUM
Alfreð Þorsteinsson, ritstjóri íþróttablaðsins 1969—1971.
„Þegar ég ritstýrði
íþróttablaðinu var það
aðeins hálft starf hjá mér
en ég var einnig íþrótta-
fréttaritari Tímans á
sama tíma. Ég var þannig
hálfatvinnumaður og
segja má að blaðið hafi
verið unnið á hlaupum,“
sagði Alfreð Þorsteins-
son, forstjóri Sölu
vamarliðseigna, er við
báðum hann að rifja upp
ritstjómarferil hans við
íþróttablaðið, á árunum
1969—1971.
„Ég reyndi að þróa blaðið
áfram í rétta átt, frá því sem
það var, og breytti efninu á
ýmsan hátt. Ég lagði áherslu á
að hafa viðtöl við afreksfólk
og tók upp leiðaraskrif, þar
sem ég leitaðist við að koma
sjónarmiðum ÍSÍ á framfæri.
Þá reyndi ég að brjóta til
mergjar ýmis vandamál, sem
ÍSÍ átti við að glíma, og sú út-
tekt fór yfirleitt fram þannig,
að ég lagði spurningar um mál,
sem voru í brennipunkti, fyrir
framámenn íþróttahreyfing-
arinnar. Að lokum get ég nefnt
að ég opnaði pósthólf en
þangað gátu lesendur skrífað
og létt á hjarta sínu um ýmis
mál, viðkomandi íþróttum.“
Alfreð kvað fþróttablaðið á
þessum tíma, eða fyrir réttum
10 árum, hafa vakið almenna
athygli, sérstaklega þar sem
tekið var á hinum ýmsu
vandamálum. Og hann bætti
við að slíka umfjöllun á mál
efnum íþrótta í dag vantaði
mjög í allrí íþróttablaða-
mennsku hérlendis.
„Á þessum árum var mikill
uppgangur i íslenskri knatt-
spymu en þá var Albert Guð-
mundsson formaður knatt-
spyrnusambandsins, og var þá í
fyrsta skiptið farið að leika
knattspymu nær allan ársins
hring, man ég.“
Hvað með minnisstæða at-
burði eða greinar?
„Ég man nú ekki eftir nein-
um sérstökum atburðum en ein
grein er mér ofarlega í huga.
Það var grein um málefni
knattspyrnunnar er ég nefndi
„Misheppnuð bylting“ og með
henni fannst ýmsum í knatt-
spymuforystunni ómaklega að
sér vegið. Það varð heilmikið
mál út af þessu.“
Alfreð var einn með
íþróttablaðið á þessum árum,
bæði skrifaði hann efnið og
Framhald á bls. 99