Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 21
íþróttablaðið
1940
(Úr lýsingu á úrslita-
leiknum í íslandsmótinu í
knattspyrnu)
... Er tvær mín. voru eftir
féll mark Víkinga. Knötturinn
var á vallarhelmingi Vals og
Sigurðar, sem lék mjög vel,
skallaði langt fram, um 20—30
metra — til Magnúsar, er sá
þegar að vörn Víkings var ekki
vel staðsett — Skúli gætti ekki
Ellerts — og gaf því knöttinn
strax út á kantinn til Ellerts, er
tók þegar á rás og stefndi á
markið. Brandur, er gætti
Sigurpáls var í vanda staddur,
hikaði dálítið, en yfirgaf síðan
Sigurpál og réðst gegn Ellert.
Gunnar átti nú að taka stöðu
Brands og gæta Sigurpáls, en
varð of seinn — e.t.v. af því að
Brandur hikaði. — Þetta sá
Ellert og miðaði réttilega til
Sigurpáls, er sparn í markið.
Markið orsakaðist af varnar-
veilu hjá Víkingum, sem Skúli
átti frumsökina á og sem Valur
færði sér fyllilega í nyt.
íþróttablaðið
1943
(Skíðamót Reykjavíkur
— grein eftir Héðin)
Á sunnudag, um hádegi, birti
heldur til og var þá fyrirskipað
nafnakall. Þegar því var lokið
og menn tilbúnir að leggja upp
(Úr lýsingu af íslands-
meistaramótinu í frjáls-
um íþróttum)
Kúluvarp
1. Gunnar Huseby, (KR)
14,22
2. Sigurður Finnsson, (KR)
13,17
Gunnar Huseby, ungur og
efnilegur árið 1940.
íþróttablaðið
1941
3. Jens Magnússon, (Á.)
12,41
4. Jóel Kr. Sigurðsson, (Í.R.)
11,80
Gunnari hefur farið mikið
fram á einu ári. í fyrra — 17.
júní — varð hann nr. 1 með
12,92 metra, en nú var lakasta
kast hans 13,18 metrar, en 2
yfir 14 metra. Hann hafði áður
í sumar sett íslenskt met í
kúluvarpi — 14,31 mtr. og
slegið þar með met Kristjáns
Vattnes, sem var 13,74 mtr.
Gunnar er aðeins 17 ára og
því mjög bráðger og efnilegur
íþróttamaður.
á hnúk á Skálafelli, þar átti
brunið að hefjast, sást ekki
hænufet frá sér. Hópurinn fór
inn í skála aftur og tók til við
sönginn, þar sem frá var
horfið. Senn galaði haninn í
annað sinn. Það hafði rofað til
og sást nú upp á háan hnúk.
Keppendur þustu af stað með
Einar Pálsson í broddi fylk-
ingar. Strax og upp var komið
gerði él og hvassviðri, og
reyndist þess vegna óhugsandi
að halda keppnina. Það eru
iðnir karlar „þarna uppi“.
Flokkurinn renndi sér niður að
skála, það tók aðeins 2 mín.
fyrir þá sem röltu, fyrir hina
tók það 2 klukkustundir, þeir
brunuðu fram hjá skálanum,
sáu hann ekki í hríðinni,
hringsóluðu þarna um um-
hverfið, tíndust þó heim í
skála, þeir síðustu eftir nærri
tvo klukkutíma. — Mótinu var
frestað þar til um næstu helgi.
21