Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 31
(Jóhann Bemhard skrifar
um keppni í veltivigt á
Hnefaleikameistaramóti
íslands)
„Birgir Þorvaldsson, KR
vann Björn Eyþórsson, Á með
talsverðum yfirburðum. í
rauninni urðu hér þáttaskipti í
mótinu, því hér sá maður fyrst
bregða fyrir raunverulegum
hnefaleik og talsverðum til-
þrifum. Keppendur komu
áhorfendum skemmtilega á
óvart með hraða og högg-
tækni. Vöktu tilburðir Birgis
þegar í stað óskipta athygli,
enda hefur hann óvenju
snöggar og stílfallegar líkams-
hreyfingar og er svo slagharð-
ur að það minnir ósjálfrátt á
sjálfan Dempsey. Bimi virtist
þó ekki vaxa þessir kostir
Birgis í augum og tók hraust-
lega á móti hverri leiftursókn-
inni af annarri. f lok fyrstu
lotunnar kom Birgir svo góðu
höggi á Bjöm, að hann steinlá
(Jóhann Bernhard skrifar
um sigur íslendinga í
sundlandskeppni við
Norðmenn)
„100 metra skriðsund karla
var næsta grein. Þarna lék vafi
á 2. sæti, hvort Sigurði Þing-
eyingi tækist að sigra Norð-
mennina, en þeir höfðu allir 3
náð svipuðum tíma í vor.
Skotið reið af, Ari er fyrstur
eftir 25 metra og Sigurður ívið
á undan Norðmönnunum. Nú
hefst ógurleg keppni um 2.
sætið, því við Ara þýðir eng-
um að reyna. Norðmennirnir
taka á öllu sínu, þeir snúa við í
síðasta sinn, eftir 75 metra.
Sigurður gefur sig hvergi,
hann er enn á undan og nú er
markinu náð. Frammistaða
Sigurðar er frábær, því að
hann var nýbúinn að synda
200 m. ísland hefur fengið 2
fyrstu menn. 8 stig gegn 3 eða
alls 20 stig gegn 13! Ekki
minnka fagnaðarlætin þegar
tilkynnt er að Ari hafi sett nýtt
met, er sé jafnt því norska.
Úrslit: 1) Ari Guðmundsson,
íslandi 1:00,5 mín., 2) Sig-
urður Jónsson, fsland 1:05,1
mín., 3) Egil Groseth, Noregi
1:05,7 mín., 4) Tjor Breen,
Noregi 1:06,0 mín.“
Á verðlaunapalli eftir 100 metra skriðsund: Sigurður Jónsson,
Ari Guðmundsson og Egil Groseth.
Birgir Þorvaldsson — snjall
hnefaleikari á sínum tíma.
í gólfinu, og þótt hann risi
fljótt upp aftur var hann svo
viðutan (groggy) að Birgir
hefði hæglega getað gert út um
leikinn með öðru höggi. En nú
kom í Ijós að Birgir hafði fleiri
góða kosti en að slá fast, því
hann lofaði Birni að jafna sig
og sótti ekki fast á hann. Lauk
lotunni um þessar mundir svo
að Birni tókst að jafna sig að
fullu í hléinu. f næstu lotu
hafði Birgir enn yfirhöndina,
en Björn varðist vel. Þriðja og
síðasta lotan var hörðust, sótti
Birgir mjög á, en Björn varðist
eins og sært ljón. Tókst honum
að halda velli út leikinn, enda
voru báðir farnir að þreytast
nokkuð.“
íþróttablaðið
1948
31