Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 34
(Úr greininni „Sigrarnir
styrkja þjóðareiningu ís-
lendinga)
„Föstudagsins 29. júní 1951
mun lengi minnst í íþrótta-
sögu landsins. Það var mikill
sigurdagur íslendinga. Þann
dag luku íslendingar lands-
keppninni við Dani og Norð-
menn með glæsilegum sigri
yfir báðum þjóðunum. Og hér
heima sigruðu íslenskir knatt-
spyrnumenn Svía í landsleik,
skömmu eftir að sigurfregn-
irnar frá Noregi höfðu borist
heim. í landskeppninni í Osló
voru úrslit þessi:
ísland 113,5 stig — Danmörk
98.5
ísland 110,5 stig — Noregur
101.5
Noregur 118,5 stig — Dan-
mörk 93,5
En i knattspyrnulands-
leiknum sigruðu íslendingar
með 4 mörkum gegn 3.
Þjóðin fagnaði innilega
þessum afburða afrekum sona
sinna, og mátti með sanni
segja, að „gleðin skein á
vonarhýrri brá“, hvar sem
menn hittust og ræddu at-
burði dagsins. Á þessum júní-
dögum gerðust fleiri atburðir,
sem vert er að minnast. Það
fannst skinnblað úr Heiðar-
vígasögu, svo að nú eru líkur
til þess að fullkomin sannindi
fáist um þá eyðu, sem hefur
verið á spjöldum þessarar
frægu sögu. Þetta minnir okk-
ur á handritamálið, sem er
sóknarmál á hendur Dönum
og er hvorttveggja í senn:
þjóðernismál og menningar-
mál. — Á sama tíma eru gefin
til íslands þrjú skinnhandrit,
sem teljast mega kjörgripir. —
Og enn er það, að söngfólk
Eyfirðinga — Kantötukór
Akureyrar — fer sigurför um
Norðurlöndin.“
Þrír fræknir kappar: Torfi, Huseby og Örn.
Hundurfylgirhúsbónda sínum í
200 metra sundinu!
(Grein um sigur íslend-
inga í fyrstu Norrænu
sundkeppninni)
„Hver var nú ávinningur
þessarar keppni? Konungsbik-
arinn? Nei, ekki í fyrsta lagi
hann, heldur: 1) Samheldni —
áhugi fyrir félagslegu átaki.
2) Auknar sundiðkanir —
aukin sundmennt. 3) Stór
hluti þjóðarinnar naut útivist-
ar, hreyfingar, vatnsbaða, loft-
baða og sólbaða. 4) Það
reyndi á starfsmátt æskulýðs-
félaganna — og æskan brást
ekki. 5) Sundið er orðið al-
menningseign — framtak
áhugamanna 3—4 kynslóða
hefur sýnt að ekki var til
einskis unnið. 6) Þeir sem
læra að synda gleyma því
aldrei.
Þátttaka þjóðanna hefur
orðið sem hér segir: ísland
36.037 þátttakendur, 540.555
stig, Finnland 176312 þátt-
takendur, 251.874 stig, Dan-
mörk 50.492 þátttakendur,
189.345 stig, Noregur 32.004
þátttakendur 137.160 stig,
Svíþjóð 128.035 þátttakendur,
128.160 stig. ísland 25%,
Finnland 6%, Danmörk 2,5%,
Noregur 1%, Svíþjóð 2%.
íþról tablí iðið
1951
34