Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 39
Sundstaðir voru fánum prýddir þann tíma sem Norræna sund-
keppnin stóð yfir. Myndin er frá Núpi íDýrafirði.
(Grein um aðra Samnor-
rænu sundkeppnina)
„Heilsufar á s.l. sumri var
ekki gott. Gengu mislingar og
rauðir hundar víða um, auk
þess, sem vond kvefpest herj-
aði allt sumarið og fylgdi henni
eyrnabólga.
Þá gerðust þeir sorglegu at-
burðir, að þrír karlmenn létust
í laugum, en ein kona og einn
karlmaður veiktust við sund-
iðkanir og létust á sjúkrahúsi.
Af þessum einstaklingum var
einn að synda 200 metrana.
Þó að þessi mannslát, nema
eitt, stæðu eigi í beinu sam-
bandi við sundkeppnina, sló
orðsporið, sem á kreik komst,
nokkrum óhug á almenning.
Dagblaðið Vísir í Reykjavík
réðst í leiðara á forystumenn
keppninnar, vegna þessara
mannsláta, en ritstjóri þess
leiðrétti ásökunina með yfir-
lýsingu í blaði sínu tveim dög-
um síðar.
Auglýsingastarfsemi fram-
kvæmdánefndarinnar og ein-
stakra nefnda var allan tímann
mikil, en óx sérstaklega síð-
ustu 10 dagana. Mánudags-
blaðið hneykslaðist í þessu og
líkti við kosningahríð.
íþróttahreyfingin hefur
nokkrum sinnum, þrátt fyrir
lítil efni, aðstoðað einstak-
linga og félagsheildir fjár-
hagslega. Þegar keppnin stóð
sem hæst, leitaði Skáksam-
band fslands til landsmanna
um fjáraðstoð til þess að geta
sent skákmenn á Ólympíu-
skákmót í Hollandi. Fram-
kvæmdanefndin ákvað þá með
samþykki stjórnar SSÍ og ÍSÍ
að gefa af innkomnu fé fyrir
seld sundmerki 5 þús. krónur
til söfnunarinnar í nafni
íþróttahreyfingarinnar og
þátttakenda í samnorrænu
sundkeppninni. Við þessa upp-
hæð skyldu bætast 50 aurar
fyrir hvert selt sundmerki frá
því að ákvörðunin var gerð.
Mæltist gjöf þessi vel fyrir.“
íþróttablaðið
1954
TÍZKUBLAÐIÐ LÍF
íslenzkt tízkublað
• með íslenzku efni
um tízku í fatnaði —
hárgreiðslu og
snyrtingu
• með íslenzku efni
um hús — og hús-
búnað
• með íslenzku efni
um mat og drykk
• með íslenzku efni
um afþreyingu og
ferðalög
• með íslenzku efni
um líf og list.
ÁSKRIFTARSÍMI
82300.
TÍZKUBLAÐIÐ LÍF
39