Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 50

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 50
Islensk stúlka komin í færi í leik við Norðmenn á Norðurlanda- mótinu. (Úr frásögn íþróttablaðs- ins af Norðurlandameist- aramóti kvenna í hand- knattleik, í Reykjavík) „Þá mættust ísland og Noregur og reyndist það hinn raunverulegi úrslitaleikur mótsins og verður því getið hér allítariega. íslensku handknattleiks- stúlkunum tókst á lokamín- útum leiksins við Noreg að snúa leiknum algerlega sér í vil og skora síðustu fjögur mörk leiksins við gífurleg fagnaðar- læti. Þar með tryggðu þær sér sigur í hinum spennandi leik, þar sem norsku stúlkurnar höfðu um miðjan síðari hálf- leik náð tveggja marka for- skoti og ekkert annað virtist þá blasa við en norskur sigur. íslensku stúlkurnar voru taugaóstyrkar og til að kóróna allt misnotaði Sigríður Sig- urðardóttir, hinn markvissi fyrirliði, tvö vítaköst í röð. Fyrst varði norski markvörð- urinn og síðan skaut Sigríður í stöng. Staðan var 7:5 og þær norsku voru mjög ákafar í vöminni. En smá von vaknaði, þegar „leynivopnið“ Sigrún Guðmundsdóttir, skoraði fall- egt mark og aðeins eitt mark skildi. Norsku stúlkurnar léku mjög fast til þess að halda marki yfir og hikuðu ekki við að brjóta af sér. En það reynd- ist þeim dýrt. Brotið var á Sig- rúnu Guðmundsdóttur í góðu færi og dómarinn, Knud Knudsen, dæmdi vítakast. Þá sýndi þjálfari íslenska liðsins hvílíkt traust hann ber til Sigríðar. Hann sendi hana inn á völlinn til að taka víta- kastið, og Sigríður brást ekki trausti hans eða áhorfenda og sendi knöttinn örugglega í mark. Staðan var 7:7 og spennan á hámarki. Og ekki minnkuðu fagnaðarlætin, þeg- ar Sigrúnu Guðmundsdóttur tókst aftur að skora með ágætu langskoti. Fjórar mín- útur voru til leiksloka og margt gat skeð. En norsku stúlkurnar voru fullákafar í sókninni. Sigríður Sigurðar- dóttir komst inn í sendingu og leiðin að markinu var greið. Það var ekki að sökum að spyrja. Sigríður skoraði örugglega og þar með var ís- lenskur sigur öruggur — hinn þriðji í mótinu.“ íþróttablaðið 1964 (Úr viðtali við Gunnar Guðmannsson, knatt- spyrnumann) „Hvers vegna náum við ís- lendingar ekki lengra í knatt- spyrnu en raun ber vitni? — Eflaust er aðalorsökin sú, hversu fáir við erum og úr fáum að velja. Einnig gætir þess, að leiktímabilið er stutt og leikjum þjappað saman, þannig að of lítill tími er til æfinga. Alltof mikið álag er á bestu leikmenn okkar vegna ýmissa aukaleikja. Þetta skap- ar bæði leikþreytu og leik- leiða. Þó er það umhugsunar- efni, að oftast stöndum við okkur vel í yngri flokkunum gegn erlendum jafnöldrum og sýnir það ljóslega, að eitthvað fer aflaga eftir því sem leik- menn eldast. — Hvernig eigum við Is- lendingar að fá gott landslið í knattspyrnu? — Þessari spumingu svar- aði ég að mestu hér á undan, en bæta má við, að mín skoð- un er, að við fáum aldrei gott landslið eða félagslið fyrr en Framhald á bls. 99 Gunnar Guðmannsson í bar- áttu í 1. deildar leik. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.