Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 57
(Úr grein Karls
Kristjánssonar, aiþingis-
manns í íþróttablaðinu:
„Kostaðu huginn að
herða“
„Að sjálfsögðu vildum við
Tryggvi reyna með okkur.
Hjálpuðum hvor öðrum til að
leysa af okkur byrðarnar, —
og völdum okkur hjarnfönn til
þess að glíma á.
Gengið var til glímunnar af
báðum eins og mikið væri í
húfi, þótt enginn væri áhorf-
andinn. Ekki var þarna aðeins
um persónulegan metnað að
ræða, sem að vísu var ærinn.
Þarna áttust við fulltrúar:
þorpsbúi og sveitabúi, sá fyrr-
nefndi glímuskólaður en
óskólagenginn hinn.
Engu máli skiptir fyrir efni
þessarar greinar, hver úrslitin
urðu. Það mundj bara trufla
að ég færi að segja frá þeim.
Hitt er aðalatriði, að þetta var
áreiðanlega þroskandi stund
fyrir okkur báða. Þarna átti
sér stað leikur, sem tvímæla-
laust styrkti heilbrigði skap-
gerðar beggja hlutaðeigandi.
Við tókumst í hendur að
loknum leik, eins og íslenskar
glímureglur skylda til. Bund-
um baggana hvor á annan
þannig að þeir færu sem best.
Og kvöddumst svo í bróðerni.
Þetta var veturinn
1906—1907. Um það leyti og
alllengi eftir það gátu svipuð
atvik þessu gerst víðsvegar um
land. Glíman var arfur, sem
æskumenn vildu ávaxta.
Ungmennafélagshreyfingin
vann að því eftir að hún kom
til sögunnar. Glímufrægð var í
hávegum höfð hjá þjóðinni.
Jóhannes Jósefsson flutti þá
frægð vítt um lönd og álfur.“
(Úr viðtali við Jóhannes
Sæmundsson, íþrótta-
þjálfara)
—„Hvað viltu segja um
hæfileika íslenskra íþrótta-
manna?
— Ég er ekki í vafa um að
íslensk æska er hraust og hér er
nóg af efnilegum íþrótta-
mönnum. Með betra skipulagi
og meira fjármagni er mögu-
legt að skapa hér blómlegt
íþróttalíf. Aðalatriðið er ekki
að sigra ávallt í keppni við er-
lenda íþróttamenn. Þýðingar-
meira er að mæta vel þjálfaður
til líkama og sálar, taka sigri
með jafnaðargleði og tapa
með sæmd. Við skulum vona
að framundan sé meiri skiln-
ingur og betra og árangursrík-
ara starf, þó að margt hafi
verið vel gert til þessa.“
íþróttablaðið
(Úr viðtali við Þórarin
Eyþórsson, handknatt-
leiksþjálfara)
— Telur þú kæruleysi leik-
manna í leik vera að aukast
eða telur þú vonir til þess að
þetta fari batnandi. Blandar
þú saman kæruleysi og mark-
græðgi?
— Með kerfisbundnari leik
en áður, hefur tekist að nema
burt það kæruleysi, sem ann-
ars er hætt við að skjóti upp
kollinum þegar lið leika of
frjálst. Ég tel því að kæruleysi
leikmanna í leik fari minnk-
andi. Oft getur markgræðgi
stafað af kæruleysi einstak-
lings, sem hefur það sjónar-
mið að skora sem mest, upp á
það að einstaklingurinn í ein-
feldni sinni haldi að sá sé
bestur sem skorar flest mörk-
in. Nei og aftur nei, enginn er
góður liðsmaður síns liðs, sem
ekki getur spilað fyrir heild
liðsins.“
íþróttablaðið
Gerist áskrif-
endur
Símar 82300
82302
57