Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 64

Íþróttablaðið - 01.04.1980, Page 64
íþróttablaðið 1970 (Úr viðtali við Ómar Ragnarsson, íþrótta- fréttamann Sjónvarpsins) „Þú ert gamall íþrótta- maður, Ómar? — Öllu má nú nafn gefa! Ég get ekki neitað því, að ég hef spriklað talsvert um ævina og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum. Ég iðkaði frjáls- íþróttir í ÍR og náði svo langt að komast í keppnisflokk fé- lagsins, sem fór í keppnisför til Svíþjóðar. Einnig æfði ég knattspyrnu með Ármanni. Sannleikurinn er sá, að mér líður illa, ef ég hreyfi mig ekki eitthvað. Nú eru íþróttaæfing- ar mínar aðallega fólgnar í því að hjóla í og úr vinnunni. Ég á lítið reiðhjól, sem má brjóta saman. Það er mjög þægilegt að hafa það meðferðis á ferðalögum. Það er hægt að geyma það í bílnum eða flug- vélinni. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfirðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim fyndist maðurinn skrítinn. Annars er það mín skoðun, að fátt sé eins hressandi og hjólreiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir færar. Er sérstök ástæða til að benda Trim-- mönnum á hjólreiðar, sem heppilega og aðgengilega íþrótt fyrir almenning.“ Sigurbergur skorar íhandknattleikslandsleik. (Úr viðtali við Sigurberg Sigsteinsson, handknatt- leiksmann) „Það kom brátt í ljós, að Sigurbergi var fleira til lista lagt en sparka fótbolta. Hann fékk snemma áhuga á körfu- knattleik og iðkaði körfu- knattleik í ÍR. en handknatt- leik í Fram. Það var fyrir at- beina Einars Ólafssonar, íþróttakennara í Langholts- skóla, að Sigurbergur öðlaðist áhuga á körfuknattleik. Virtist hann eiga glæsta framtíð fyrir sér sem körfuknattleiks- maður, var m.á. valinn í unglingalandslið. Yngri flokkar ÍR voru ósigrandi um þessar mundir undir stjórn Einars, sem hafði á hendi mörg góð efni. Má þar nefna Birgi Jakobsson, Skúla Jó- hannesson og Anton Bjarna- son. Urðu þessir piltar marg sinnis Reykjavíkur- og Is- landsmeistarar. En það var erfitt fyrir Sigurberg að stunda þrjár íþróttagreinar. Og þó að hann væri meistari í þeim öllum, varð hann að gefa a.m.k. eina upp á bátinn. —- Og þú hættir í körfu- knattleik, Sigurbergur. Var það ekki erfið ákvörðun? — Jú, það var erfitt að gera upp við sig, hverju maður ætti að sleppa. Þó að ég afréði að hætta í körfuknattleik 17 ára gamall, þá þykir mér sú íþróttagrein enn mjög skemmtileg. En einhverju varð að fórna, því að dæmið gekk ekki upp.“ 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.