Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 65
(Úr grein eftir Gísla
Halldórsson, forseta ÍSÍ)
„íþróttaforystunni hefur
verið álasað fýrir að einblína
um of á met og þar af leiðandi
eingöngu á topp-íþróttamenn
og leggja mesta rækt við þá.
Slíkum ásökunum verður að
vísa algjörlega á bug. Starf-
semin hefur ávallt miðast við,
að íþróttir væru fyrir alla, en
keppni æskumanna og
kvenna sýndi þörf æskunnar
fyrir keppni í heilbrigðum
leik. Þá færi ekki hjá því, að
nokkrir sköruðu fram úr öðr-
um, eftir hæfileikum og
ástundun við æfingar. Sigurer
sérhverjum metnaðarmál
enda á hver og einn að ala
hóflegan metnað til afreka í
brjósti sínu.
En öðru máli gildir þegar
Í.S.I. ætlar nú að laða alla til
þátttöku þótt ófélagsbundnir
séu, þá er það ekki um
keppnisíþróttir að ræða held-
ur að sérhver einstaklingur æfi
og iðki einhverja íþrótt aðeins
sér til heilsubótar og hressing-
ar.
Það verður því nú á næstu
árum lögð sérstök áhersla á,
að ná til allra landsmanna,
hvar á landinu sem þeir búa
og örva þá til þátttöku í
íþróttastarfinu. Nú á næstunni
verður því hafin sérstök her-
ferð til þess, að hrinda þessu
máli af stað. Víða eru góðar
sundlaugar, skíðabrekkur og
fallegar gönguleiðir, sem nota
má miklu meir en gert er nú í
þessu augnamiði. íþróttafélög
og önnur heildarsamtök verða
að taka höndum saman og
örva til þátttöku í þessu starfi,
þar sem slíkt mundi hafa
ómetanleg áhrif fyrir hvern
einstakling og íþróttalífið i
heild. Við skulum því láta
íþróttahátíðina í ár verða við-
bragðsmerkið fyrir, að starfið
sé hafið.“
eins og við höfum gert undanfarin ár:
borðfána, boli, auglýsingar á íþróttabúninga,
prentun í glugga, skilti allskonar, bílrúðumiða,
merkingar utan á bíla og framleiðum
endurskinsmerki.
Silkiprant Vf
Lindargötu 48. Sími 14480. Póstbox 769. Reykjavik, ísland.