Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 66
Guðmundur Sigurðsson (á miðrí mynd) með íslenskum og dönskum félögum sínum. Guðmundurog Óskar
Sigurpálsson eru helstu brautryðjendur lyftingaíþróttarinnar hérlendis.
(Úr viðtali við Guðmund
Sigurðsson, lyftinga-
mann)
„Guðmundur Sigurðsson er
margfaldur íslandsmeistari í
lyftingum og íslandsmethafi.
Hann hefur keppt erlendis í
íþróttagrein sinni og náð góð-
um árangri. En það er ekki
tekið út með sældinni að vera
íslenskur lyftingamaður.
íþróttagreinin er ung að árum
og févana og skortir ýmislegt,
sem talið er sjálfsagt erlendis.
Til að mynda þætti það
furðulegt í löndum, þar sem
lyftingar eru stundaðar, að
maður væri sendur á stórmót
einn síns liðs, eins og Guð-
mundur mátti reyna fyrir
tveimur árum þegar hann tók
þátt í Norðurlandamótinu í
lyftingum, sem haldið var í
Gautaborg í Svíþjóð.
— Taugarnar brugðust al-
gerlega, ekki eingöngu vegna
þess, að ég var einn, heldur
vegna þess, að ég hafði farið
utan með mjög stuttum fyrir-
vara — og studdur af al-
mannafé. Dagblað nokkurt
hafði efnt til samskota svo
mögulegt yrði að senda mig
utan. Það var því meiri pressa
á mér en annars hefði verið.
Mér fannst ég verða að standa
mig — ekki síst vegna fólksins,
1971
sem hafði gert mér kleift að
keppa í mótinu. En allt gekk á
afturfótunum. Ég var tauga-
óstyrkur gerði ógilt, og var
dæmdur úr leik.
— En þér gekk betur í
keppni í Danmörku skömmu
síðar?
— Já. Strax eftir keppnina í
Gautaborg hélt ég til Dan-
merkur og tók þátt í lyftinga-
móti þar. Mér gekk prýðilega,
setti 4 íslandsmet og náði
árangri, sem hefði nægt mér í
2. sæti á Norðurlandamótinu.
Þetta var nokkur sárabót, en
heldur hefði ég kosið að ná
þessum árangri á mótinu í
Gautaborg. En um það þýðir
auðvitað ekki að tala.“
(Úr grein alf um mis-
heppnaða knattspyrnu-
byltingu)
„Þegar á allt er litið, er því
miður ekki hægt að merkja
miklar framfarir í íslenskri
knattspyrnu síðustu ár, þrátt
fyrir allan hamaganginn og
fyrr allsráðandi og engin
glamuryrði fá þeirri staðreynd
haggað, að útkoman í síðustu
13 landsleikjum — „endur-
reisnartímabils“ núverandi
stjórnar KSÍ — er litlu betri en
i 13 landsleikjum þar á undan.
Byltingin sem boðuð var, virð-
ist hafa misheppnast.“
bramboltið, sem fylgt hefur.
Að vísu lofaði byrjunin góðu
— og árangurinn 1970 var
lofsverður, en nú er eins og
blaðran sé sprungin. Hún var
blásin út til hins ítrasta og
sprakk loks. Þreytu og leik-
leiða gætir hjá leikmönnum.
Meðalmennskan er enn sem
66