Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 73
Á þjálfaranámskeiði hjá Júdósambandinu. Vachun, kennari,
Össur Torfason, Anna Hjaltadóttir, Sigurður H. Jóhannsson,
Jóhannes Haraidsson, Sigurjón Kristjánsson og Eysteinn Þor-
valdsson, formaður Júdósambands islands.
(Úr viðtali við Eystein
Þorvaldsson, formann
Júdósambands íslands)
„— Hvað er að frétta af
Judosambandinu og starfsemi
þess?
Stuttu eftir stofnun Judo-
sambandsins fyrir tæpum
tveimur árum, gerðum við
einskonar úttekt á stöðu
íþróttarinnar. Þá var judo
iðkað hjá þrem félögum.
Jafnframt gerðum við áætlun
um hvernig mætti auka út-
breiðsluna. Við ýmis vanda-
mál er að fást. Judo er mjög
teknisk íþrótt og mikil vöntun
hefur verið á þjálfurum og
dómurum.
Þess vegna efndum við á
þessu ári bæði til þjálfara- og
dómaranámskeiðs og það
skilar mjög góðum árangri.
Formaður breska dómara-
sambandsins, Ray Mitchell
stjómaði dómaranámskeið-
inu, og að því loknu höfðum
við fengið 6 landsdómara og 8
héraðsdómara. Tékkinn
Vachun stjórnaði hins vegar
þjálfaranámskeiðinu og höf-
um við nú fengið þjálfara af
þremur gráðum, þ.e. félags-
þjálfara, héraðsþjálfara og
landsþjálfara. Þessi tvö nám-
skeið og árangurinn sem þau
skila, gjörbreyta aðstöðu okk-
ar til eflingar íþróttinni. Judo-
iðkendum fjölgar líka stöðugt
og í vetur hefjast sennilega
æfingar á Akureyri, Selfossi
og í Mosfellssveit.
— Strax í upphafi tókum
við þá ákvörðun að eiga mikil
samskipti við önnur lönd, al-
veg ákveðið og hiklaust. Á
þessu ári höfum við t.d. háð 4
landskeppnir og sendum í
fyrsta sinn sveit til þátttöku í
Norðurlandameistaramótinu í
judo. íslenska sveitin náði
þeim prýðisgóða árangri að
hljóta silfurverðlaun á mót-
inu. En á Norðurlandameist-
aramótinu 1973 var Svavar
Carlsen aðeins hársbreidd frá
því að verða meistari. Judo-
menn okkar hafa hlotið
ómetanlega reynslu með þátt-
töku sinni í þessari keppni og
öðrum og frammistaða þeirra
hefur verið mjög örvandi fyrir
aðra judoiðkendur og Judo-
sambandið.“
íþróttablaðið 1974
Þjálfarar — liðsstjórar
Fljót og árangursrík kæling eftir áverka getur
sparað íþróttafólki ykkar daga og vikur í
styttri endurhæfingu. Kælipakningar laga sig
vel eftir líkamshluta. Þrýstið á pakkninguna
og hún er tilbúin til notkunar. Notið teigju-
bindi til að halda henni yfir meiðlsissvæðinu.
Halldór Matthíasson
Miklubraut 50 Símar 27207 og 13062
73