Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 74
íþróttablaðið
1975
(Úr viðtali við Ásgeir
Sigurvinsson, knatt-
spymumann)
„Ásgeir er fæddur og uppal-
inn í Vestmannaeyjum og lék
þar i gegnum alla flokka með
Tý. Oftast lék hann þó með
tveimur flokkum, þannig að
þegar hann lék með 3. flokki
var hann einnig fastur maður í
liði 2. flokks ÍBV. Eftir að
hann lék með unglingalands-
liðinu á Ítalíu sumarið 1972
sýndu forystumenn Standard
Liege áhuga á að fá þennan
unga leikmann í sínar raðir og
í samráði við Albert Guð-
mundsson, þáverandi formann
KSÍ gerði Ásgeir samning við
félagið.
— Ég hafði í rauninni ekki
hugsað alvarlega um það að
fara út f atvinnumennsku fyrr
en ég var kominn með annan
fótinn í hana, sagði Ásgeir. —
Ég var búinn með 5. bekk í
framhaldsdeild og ætlaði mér
að Ijúka menntaskólanámi.
Hvað þá hefði tekið við er ekki
gott að segja. Sennilega hefði
ég þó farið út í að læra að
verða íþróttakennari —, eða
*
„Iþróttamenn oft
ótrúlega hörund-
sárir__
Hallur Símonarson, iþrottafrettamaður og um skeið ritstjóri Iþrótta
blaðsins.
(Úr viðtali við Hall
Símonarson, íþrótta-
fréttamann)
„— Hvernig var íþrótta-
skrifum háttað þegar þú byrj-
aðir?
— Þau voru ekki mikil þá
og blandað inn í annað frétta-
efni blaðanna. Þjóðviljinn var
þá að ég hefði farið að læra
eitthvað í háskólanum. Sann-
ast sagna hafði ég ekki hugsað
svo mikið um framtíðina, þeg-
ar þetta kom upp á og ég var
fluttur til Belgíu áður en ég
vissi af.“
þá byrjaður með vikulega
íþróttasíðu undir stjórn Frí-
manns heitins Helgasonar —
og ég og margir aðrir hlupum
til þegar íþróttasíðan var í
Þjóðviljanum. Meðal þeirra,
sem höfðu skrifað íþrótta-
fréttir í Morgunblaðið voru
ívar Guðmundsson og Jens
heitinn Benediktsson, Helgi
Sæmundsson skrifaði líka oft
um íþróttir í Alþýðublaðið. En
á næstu árum varð mikil
breyting á skrifum um íþróttir.
Blöðin fóru að leggja meira
rúm undir þau. Atli Steinars-
son, sá snjalli blaðamaður, hóf
starf við Morgunblaðið 1950
— og Sigurður Sigurðsson,
hinn vinsæli útvarpsmaður
byrjaði að lýsa leikjum í út-
varpið. Þarna var að myndast
góður kjarni og við Atli, Sig-
urður og Frímann stofnuðum
Samtök íþróttafréttamanna.
Það var mikið þarfafélag —-
við höfðum bókstaflega enga
aðstöðu á völlunum. Sátum
meðal annars við borð út á
hlaupabraut Melavallarins og
það var ekki þægilegt að
punkta niður, þegar mikið
rigndi -— og stundum fuku
blöðin í allar áttir í rokinu.“
Viðtal íþróttablaðsins við Ásgeir Sigurvinsson.
\9%
rissi ekki
fyrr en ég
var kominn
með annan
fótinn h
alvinnu-
mennskuna^
74