Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 83
Vertíðin hafin
Nú er knattspyrnan komin á
fleygiferð, Reykjavíkurmótið að
klárast og einnig Litli bikarinn,
og stutt í að íslandsmótið fari í
gang. Ávallt er nokkuð um hrær-
ingar innan 1. deildarfélaganna,
leikmenn skipta um lið og fara
jafnvel á erlenda grund í leit
fjár og frama. Það er þvi ekki úr
vegi að líta aðeins á hvaða breyt-
ingar hafa orðið á liðunum svo að
lesendur átti sig á hvar þau
standa.
ÍBV
íslandsmeistarar Vestmanna-
eyja tefla fram lítt breyttu liði frá
síðasta keppnistímabili. Þó hafa
þeir misst tvo af máttarstólpum
liðsins til Svíþjóðar, þá Ársæl
Sveinsson, markvörð og Örn
Óskarsson, auk Valþórs Sigþórs-
sonar til FH. í skarð þeirra kemur
Sigurlás Þorleifsson frá Víking-
um og ungir og sprækir strákar
koma upp úr yngri flokkunum.
Viktor Helgason mun þjálfa liðið
áfram, sem í fyrra. Að sögn Her-
manns Jónssonar, stjórnarmeð-
lims knattspyrnuráðs Vest-
mannaeyja, hafa æfingar verið
vel sóttar það sem af er, þrátt
fyrir að mikil vinna hafi verið í
fiskinum. Eyjaliðið mun leika
Örn Óskarsson, hinn eitilharði
baráttujaxl Eyjaliðsins reynir fyrir
sér í Svíþjóð ísumar.
Sigurlás markakóngur Þorleifsson
— kominn aftur íÍBV-búninginn.
fleiri æfingaleiki í vor en oft áður
en oft á tíðum hefur liðið ekki
getað leikið æfingaleik fyrir Is-
landsmót.
„Við erum staðráðnir í að
halda titlinum og við gerum það
best með því að treysta á sjálfa
okkur og enga aðra. Við erum
bjartsýnir á sumarið," sagði Jón
og er ekki annað að heyra en að
Vestmannaeyingar ætli sér stóra
hluti á sumri komanda.
83