Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 87
Valur
Enn eitt liðið, sem orðið hefur
fyrir mikilli hlóðtöku, hvað
varðar leikmenn, er Valur. Vals-
liðið hefur misst marga leik-
menn, m.a. landsliðsmennina
Hörð Hilmarsson, sem fór til
Svíþjóðar og Atla Eðvaldsson, en
óvíst er hvernig hans mál munu
þróast. Hann hefur sem kunnugt
er skrifað undir samning við
vestur-þýskt félag og á hann að
mæta út þann 1. júlí. Honum er
leyfilegt að leika með Val þangað
til hann fer en ef hann meiðist
mun Valur verða að borga gífur-
legar bætur og óvíst er hvernig
Valur mun snúa sér í málinu.
Aðrir leikmenn, sem ekki leika
með Val í sumar, eru Hálfdan
Örlygsson, sem gengið hefur til
liðs við KR, Guðmundur
Ásgeirsson, sem er farinn í
Breiðablik, Vilhjálmur Kjartans-
son, sem lagt hefur skóna á hill-
una, bróðir hans Guðmundur
Kjartansson, en hann stundar nú
nám í Bandaríkjunum og óvíst
hvenær hann kemur heim og Ingi
Björn Albertsson, sem átt hefur
við þrálát meiðsli að stríða.
í hóp Valsara hafa bæst þeir
Ólafur Magnússon og Óttar
Sveinsson úr FH, Hörður Júlíus-
son, frá Siglufirði, Ólafur Ólafs-
son, markvörður úr Þrótti og
Atli Eðvaldsson — það verður
mikil eftirsjá fyrir Valsmerm að
honum í atvinnumennskuna í
Þýskalandi.
Valsmennirnir sem þarna fagna svo ákaflega, Hörður Hilmarsson og
Hálfdan Örlygsson, munu hvorugir leika með Val í sumar. Hörður er
kominn til Svíþjóðar og Hálfdan til síns gamla félags, KR.
einnig ungir strákar úr 2. flokki
félagsins. Nýr þjálfari hefur tekið
við stjórnvelinum hjá Val en það
er vestur-þýski þjálfarinn Volker
Hoffenberg. Valsmenn hafa æft
óvenju mikið undir þetta
keppnistímabil síðan 1. mars, er
þjálfarinn nýi kom til landsins.
„Við erum bara bjartsýnir á
sumarið miðað við allar aðstæður
og við erum staðráðnir í að halda
merki Vals hátt á lofti,“ sagði
Dýri Guðmundsson, miðvörður-
inn sterki úr Val.
XK
XK
XK
XK
HK
XK
>1K
Hver vill ekki eiga hús?
Reynsla sem þú getur byggt á!
STOKKAHUS *f 91-20550
Klappast. 8 — 101 Rvík.
=XK=
IX K=
=XK=
=XK=
87
^K XK.....XK ----XK — XK XK