Íþróttablaðið - 01.04.1980, Síða 90
Tryggvi spáir
Tryggvi Geirsson, form. mannaeyjar, 4. Valur, 5. KR, 6.
knattspymudeildar Þróttar: ÍA, 7. FH, 8. UBK, 9. ÍBK, 10.
1. Þróttur, 2. Fram, 3. Vest- Vfldngur.
Þróttur
Þróttarar mæta til keppni á
þessu sumri undir stjórn Ron
Lewin er kemur hingað frá Bret-
landi, en hann kom hingað til
lands í byrjun febrúar og hefur
stjórnað æfingum síðan. Þrír nýir
leikmenn hafa bæst í hóp Þrótt-
ara en það eru Jón Þorbjömsson,
markvörður, sem þeir hafa
endurheimt af Skaganum, Sigur-
karl Aðalsteinsson, frá Húsavík,
og Harry Hill, 23 ára gamall
Skoti. Aftur á móti hafa þeir Egill
Steinþórsson og Ólafur Óiafsson,
markvörður, yfirgefið herbúðir
Þróttara; sá fyrrnefndi hefur
farið til gömlu félaganna í Ár-
manni en Ólafur í gamla félagið
sitt Val.
Ásgeir Elíasson, t.v. heilsar Herði Hilmarssyni, sem var fyrirliði Fram í
fyrra. Nú hefur Ásgeir gengið í raðir FH-inga, eins og margir aðrir leik-
menn.
„Við lítum björtum augum til
sumarsins og aldrei höfum við
haft jafn góðan hóp né æft eins
mikið,“ sagði Tryggvi Geirsson,
formaður knattspyrnudeildar
Þróttar.
Pálsson, úr KR, og Þorvaldur
Þórðarson, úr Stjörnunni, allir
gengið í raðir FH-inga en tveir
hinir síðasttöldu eru markverðir.
Tveir leikmenn hafa flutt sig um
set frá FH til Vals en það eru þeir
Ólafur Magnússon og Óttar
Sveinsson.
„Við erum bjartsýnir á
sumarið og erum staðráðnir í að
gera okkar besta, a.m.k. ætlum
við að halda okkur uppi þótt
alltaf sé erfitt að koma upp úr 2.
deildinni í þá fyrstu,“ sagði Þórir
Jónsson. „Ég tel að íslandsmótið
verði óvenjujafnt í ár og liðin
komi til með að vinna á víxl fram
eftir sumri.“
FH-ingar hafa æft á fullu frá
því um áramót, og verður gaman
að fylgjast með hinu nýja FH-liði
í baráttunni í sumar.
Þróttarar hafa nú endurheimt Jón Þorbjörnsson, eftir nokkurra ára ,,út-
iegð“ hans á Akranesi.
90