Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 92
Gísli Halldórsson, forseti ISÍ og hlnir nýju heiðursfélagar: Úlfar Þórðarson, Óskar Ágústsson og Björgvin
Schram.
Þrír heiðursfélagar ÍSÍ
Á sambandsstjórnarfundi
íþróttasambands íslands sem
haldinn var í Reykjavík 15. mars
s.l. voru kjörnir þrír heiðursfé-
lagar íþróttasambands íslands,
þeir Björgvin Schram, stórkaup-
maður, Óskar Ágústsson,
íþróttakennari og Úlfar Þórðar-
son, læknir, en allir hafa þessir
menn unnið mikið starf fyrir
íþróttahreyfinguna i áratugi.
Veitti Gísli Halldórsson, forseti
íþróttasambandsins þeim viður-
kenninguna. Þá voru einnig
heiðraðir þeir Hermann Sig-
tryggsson, íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúi Akureyringa, sem sæmd-
ur var heiðursorðu Í.S.Í. og Sig-
urður Helgason, deildarstjóri,
sem sæmdur var gullmerki ’.S.Í.
Heiðursfélagarnir
Björgvin Schram, er fæddur 3.
október 1912 í Reykjavík. Hann
hóf ungur afskipti af íþróttamál-
um, og var t.d. farinn að keppa
fyrir félag sitt, KR, í knattspyrnu
aðeins 12 ára að aldri. Var
Björgvin á sínum tíma einn besti
knattspyrnumaður landsins,
jafnframt því sem hann tók virk-
an þátt í félagsmálum, og átti sæti
í stjórn KR á árunum 1934—
1939.
Þegar Knattspyrnusamband
íslands var stofnað árið 1947 var
m
Björgvin kjörinn í stjórn þess, og
gegndi gjaldkerastörfum fram til
ársins 1954, að hann var kjörinn
formaður sambandsins, og var
hann það til ársloka 1968, en þá
gaf hann ekki kost á sér til
endurkjörs. Auk starfa sinna sem
formaður KSÍ tók Björgvin og
virkan þátt í félagsmálum
íþróttahreyfingarinnar.
Óskar Ágústsson, íþróttakenn-
ari er fæddur 8. nóvember 1920 á
Stokkseyri. Hann lauk íþrótta-
kennaraprófi árið 1941, og var
síðan um skeið umferðarkennari
92