Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 93
á vegum ÍSÍ og UMFÍ, og ferð-
aðist vítt og breitt um landið og
kenndi íþróttir. Árið 1944 gerðist
hann íþróttakennari að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu og snéri sér
þá strax að uppbyggingu íþrótta-
starfs í héraðinu. Vann Óskar þar
geysilega mikið starf auk þess
sem hann tók virkan þátt í starf-
inu á vegum íþróttasambands
íslands, og átti m.a. sæti í
Íþróttahátíðarnefnd árið 1970, og
einnig á hann sæti í þeirri
íþróttahátíðanefnd er nú starfar.
Úlfar Þórðarson, læknir, er
fæddur 2. ágúst 1911. Hann varð
stúdent 1930, og auk læknisnámi
1936, sem sérfræðingur í augn-
lækningum. Á yngri árum var
Úlfar í fremstu röð íslenskra
íþróttamanna, og tók m.a. þátt í
sundknattleik á Olympíuleik-
unum í Berlín 1936.
Á unga aldri hóf Úlfar einnig
afskipti af félagsmálefnum
íþróttahreyfingarinnar. Hann átti
þá sæti í stjórn Sundfélagsins
Ægis, og var formaður Knatt-
spyrnufélagsins Vals á árunum
1944—1948, auk þess sem hann
Sigurður Helgason sæmdur gullmerki ÍSÍ.
Hermann Sigtryggsson sæmdur
heiðursorðu ÍSi.
átti um skeið sæti í vallarstjórn
Reykjavíkurborgar, og veitti
íþróttahreyfingunni í Reykjavík
mikinn stuðning meðan hann var
borgarfulltrúi og varaborgarfull-
trúi.
Formaður íþróttabandalags
Reykjavíkur hefur Úlfar verið s.l.
13 ár, en íþróttabandalagið er
heildarsamtök allra íþróttafélaga
í höfuðborginni.
Ragnar Björnsson hf. framleiðir hin þekktu Chest-
erfield sófasett með gömlu sniði, sem alltaf eru þó í
fullu gildi. Sófasettið samanstendur af þriggja sæta
sófa og tveimur mismunandi stólum, eins og sjá má á
myndinni. Chesterfield sófasettið er framleitt bæði
með leður- og plussáklæði og hefur verið mjög vin-
sælt hjá þeim, sem hafa áhuga á klassisku formi.
Ragnar Björnsson hf. framleiðir einnig fleiri gerðir
sófasetta með nýtískulegu og klassisku útliti og
klæðir eldri húsgögn fyrir þá, sem á slíku þurfa að
halda.
I 27 ár hefur fyrirtækið framleitt springdýnur og
lætur nærri að framleiðslan sé nú 3000 dýnur á ári.
Ragnar
Björnsson hf
Dalshrauni 6, Hafnarfirði, sími 50397
Einnig eru framleidd rúm, eins manns rúm og hjóna-
rúm, sem eru með bólstruðum gafli og tvöföldum
springdýnum.
Útsölustaðir fyrir framleiðslu Ragnars Björnssonar
hf. eru í húsgagnaverslunum víða um landið.