Íþróttablaðið - 01.04.1980, Side 94
Laugardagurinn 29. mars
1980 mun sennilega vera
lengi í minnum hafður hjá
handknattleiksmönnum
Vals. Þennan dag léku þeir
til úrslita í Evrópukeppni
meistaraliða gegn vestur-
þýsku meisturunum og
Evrópumeisturum TV
Grosswallstadt. Ekki tókst
Valsmönnum að sýna hvað í
þeim býr í þessum úrslita-
leik, og urðu þeir að þola
nokkuð stórt tap 12—21.
Satt best að segja, áttu
Valsmenn aldrei möguleika
í þessum leik, og spurningin
var aðeins hve stór ósigur-
inn yrði.
TV GroBwallstadt
(Bundesrepublik Deutschland)
VONBRIGÐI
í MUNCHEN
Leikurinn fór fram í Olympíu-
höllinni í Miinchen og var hún
þéttskipuð áhorfendum, senr
voru nær allir á bandi Gross-
wallstadt. Ekki má þó gleyma
þætti íslensku áhorfendanna,
sem dreif víða að. Meðal annars
skipulagði Ferðaskrifstofan Úr-
val ferð á leikinn og notfærðu
hörðustu stuðningsmenn Vals sér
það framtak.
Heiðúrsgestur á leiknum var
enginn annar en Franz Josep
Strauss, kanslari Vestur-Þýska-
lands. Auk hans fylgdust flestir
forráðamenn handknattleiks-
94
íþróttarinnar hvaðanæfa að úr
heiminum með leiknum.
í leikskrá, sem var gefin út
vegna leiksins, segir meðal ann-
ars: „Við fyrstu sýn kann það að
koma á óvart, að í fyrsta sinn í 23
ára sögu Evrópumótanna, er lið
frá íslandi í úrslitum. Kunnáttu-
mönnum kemur þessi árangur
ekki á óvart, því að undanfarin 20
ár hefur handknattleikur verið
þjóðaríþrótt íslendinga. Allan
þennan tíma hafa íslensk liðgetið
sér góðan orðstý á alþjóðavett-
vangi. Þessu til stuðnings má
benda á, að Island sigraði lands-
lið Vestur-Þjóðverja tvívegis, síð-
ast þegar þjóðirnar mættust í
Reykjavík. í heimsmeistara-
keppni 21 árs og yngri sigruðu
íslendingar einnig Vestur-Þjóð-
verja 16—14 og höfnuðu í 7. sæti
keppninnar, eftir að hafa unnið
frækinn sigur á Austur-Þjóðverj-
um. Á þessu sést, að Valur, full-
trúi íslands í þessum úrslitaleik,
er verðugur andstæðingur.“
íþróttablaðið fylgdist með úr-
slitaleiknum í Múnchen og fékk
þar sér til aðstoðar einn þekktasta
handknattleiksmann allra tíma,
Júgóslavann Hruoje Horvat. Er
J