Íþróttablaðið - 01.04.1980, Qupperneq 95
— Valur
hann ugglaust öllum íslenskum
handknattleiksmönnum að góðu
kunnur þar sem hann lék nokkr-
um sinnum með júgóslavneska
landsliðinu í Laugardalshöllinni,
og var þá fyrirliði þess.
Eftir að Grosswallstadt hafði
komist í 3—0 í upphafi leiksins,
sagði Horvat, að sér virtist leik-
menn Vals vera áberandi óstyrk-
ir. „Hvers vegna eru þeir svona
taugaóstyrkir?“, spurði hann.
Grosswallstadt komst síðan í
6—1, og Manfred Hofman, einn
fremsti markvörður heims, varði
nokkuð auðveldlega skot utan af
velli. Þá sagði Horvat:
„Valsmenn skjóta á markið, án
þess að þeir trúi því, að þeir geti
skorað.“
Þegar staðan var orðin 9—4
tóku Valsmenn það til bragðs að
breyta vörninni, þannig að þeir
komu meira út á móti hinum
frábæru skyttum vestur-þýska
liðsins.
Reykjavik
(Island)
sókn. Þessi hlaup þeirra eru
ómarkviss, og gera það eitt að
auðvelda varnarleikmönnum
Grosswalltstadt fyrir. Ógnunin er
„Þetta er gott Valsmenn“,
sagði þá Horvat. — „Þetta er sú
vörn sem gefur besta raun gegn
Grosswallstadt. Þeir lenda oft í
vandræðum þegar þeir eru
pressaðir langt fram á völlinn. Ég
gleymi því aldrei hversu erfiðlega
júgóslavneska landsliðinu gekk ■
gegn íslenska landsliðinu, þegar
þið lékuð framarlega. Við eydd-
um mörgum æfingum í að þjálfa
upp leikaðferðir gegn þessari
vörn ykkar.“
Næstu mínútur virtist sem
Vestur-Þjóðverjarnir fynndu sig
ekki alveg, en það stóð, því
miður, aðeins stutta stund, þá
fundu þeir „tempóið“ aftur.
Grosswallstadt komst í 17—6,
og þá andvarpaði Horvat og
sagði:
„Valsmenn hlaupa of mikið
inn í vörnina þegar þeir eru í
Þorbjörn Jensson reynir skot. Tveir leikmenn Grosswallstadt til varnar
og snillingurinn Hofmann er við öllu búinn ímarkinu.
Jóhann Ingi
Gunnarsson
skrifar
95