Íþróttablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 99
Hermann
Hermannsson —
Framhald af bls. 25
Valur átti annan eins snilling
og Jón Kristbjörnsson var. En
árið 1933 skeði það sorglega
slys í byrjun úrslitaleiks að Jón
var borinn út af veilinum og
dó tveimur dögum seinna. Eg
kom inn sem varamaður Jóns
og unnum við leikinn með 6
mörkum gegn 3, en ég hefi
aldrei tekið þátt í jafn tauga-
æsandi leik sem þessum. Ef til
vill hefur þessi leikur ráðið
úrslitum um staðsetningu
nrína á vellinum. Ég var kom-
inn að því að hætta við markið
og byrja að leika frammi á
vellinum, enda hafði ég leikið
nokkrum sinnum áður sem
framherji í 2. flokki.
En þannig atvikaðist það
samt sem áður, að í slimar hefi
ég unnið 10. meistaraorðuna í
knattspyrnu. Ennfremur hef
ég með hinu ágæta knatt-
spyrnufélagi Val, verið með í
að vinna 8 Reykjavíkurmót, 3
Walterskeppnir, 2 Tuliniusar-
mót og Vísisskjöldinn.“
Viðtal við Gunnar-
Framhald af bls. 50
meira verður gert í knatt-
spyrnulegu uppeldi frá barns-
aldri, því að aldrei er gert of
mikið af því að kenna fótum
og líkama í heild að hlýða
viðbrögðum knattarins, þann-
ig að hann verði fyllilega
undirgefinn að lokum.
— Hvað viltu segja um
stjórn knattspyrnumálanna?
— Það er hægt að finna að
mörgu. Hvernig stendur t.d. á
því að við fjölgum landsliðs-
nefndarmönnum upp í fimrn,
þegar aðrar þjóðir gera einn
mann ábyrgan og allsráðandi?
Hví eru heimsóknir, utanferð-
ir, aukaleikir og viðamikilli
landsleikjaskrá gert hærra
undir höfði, en höfuðmóti
okkar, I. deildar keppninni,
sem hreinlega er gerð horn-
reka á stuttu sumri. Jafnvel þó
játa beri, að ellefu bestu leik-
menn okkar þurfi að reyna á
sig, þá held ég að hér heima
beri fyrst að auka starfið, áður
en við færum út kvíarnar
óþarflega mikið.“
Umsögn um —
Framhald af bls. 41
1949 í Árósum 5:1, 1953 í
Kaupmannahöfn 4:0, sem
sagt allir endað með sigri
Danmerkur. Þeirsem kepptu í
íslenska landsliðinu voru:
Helgi Daníelsson, Val, Krist-
inn Gunnlaugsson, ÍA, Hall-
dór Halldórsson, Val, Sveinn
Teitsson, ÍA, Einar Halldórs-
son, Val, Guðjón Finnboga-
son, ÍA, Halldór Sigurbjörns-
son, ÍA, Ríkharður Jónsson,
ÍA, Þórður Þórðarson, ÍA, Al-
bert Guðmundsson, Val,
Ólafur Hannesson, KR.
Næsti leikur Dana var við
Akranesliðið styrkt með
Einari Halldórssyni, Hreiðari
Ársælssyni, KR og Ólafi
Eiríkssyni, Víkingi. Þennan
leik vann Akranes með 2:1
eftir skemmtilegan og vel
leikinn leik og var þetta besti
leikur þessarar heimsóknar.
Þó þarna væru 7 menn úr
landsliðinu var ekki hægt að
sjá að það væru sömu menn-
irnir. Nú var barist og leikið
frá manni til manns.“
Úr frásögn um —
Framhald af bls. 43
hlaupinu að hann bætti við og
á sínum gamla góða enda-
spretti, sem margan harðan
keppinaut hefur bugað, seig
hann fram úr, dálítið vagg-
andi og þreyttur, en þó alveg
öruggur sigurvegari.
Þá var gaman að vera Is-
lendingur, þessir 2 metrar sem
Þórir varð á undan nægðu til
að keppninni lyktaði með 6
stiga sigri okkar. Menn föðm-
uðust og óskuðu hverjir öðr-
um til hamingju, sumir vot-
eygir, en landar úr hópi
áhorfenda bættust í hópinn og
fögnuðu sigrinum, þ. á m.
Sigurður Nordal, ambassa-
dor.“
Blaðið unnið -
Framhald af bls. 17
braut blaðið um fyrir prentun-
ina. Það hefur víst verið nóg að
gera. Við spurðum hann að
lokum að því hvort Trimm-
herferðin hefði ekki verið
komin á einhvern rekspöl.
„Jú, mikil ósköp, einmitt á
þessum tíma var verið að
undirbúa þá herferð og mikill
hugur í mönnum. Ég vil að
lokum koma á framfæri þökk-
um til stjórnar ÍSÍ fyrir
ánægjulegt samstarf.“
Krónurnar voru -
Framhald af bls. 12
Norðurlandameistari í tug-
þraut í Finnlandi.“
Og fjárhagurinn hefur verið
þröngur?
„Ójá, það held ég að hafi
verið en hann kom okkur rit-
stjórunum ekkert við sem slík-
ur. En krónurnar voru fáar,
afarfáar.“ —TT.
Jónas Halldórsson-
Framhald af bls. 24
fylgdist með því af mikilli at-
hygli, hvernig hann lét nem-
endur sína æfa sig. Er ég þótt-
ist svo öruggur, að hann sæi
ekki til mín, brá ég fyrir mig
skriðsundinu. En eitt sinn fór
svo þessi leyniæfing mín út um
þúfur. Ég hafði ekki farið nógu
gætilega. Jón hafði komið
auga á mig og tók mig tali og
bað mig að synda fyrir sig
skriðsund.
99