Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 17
Frá setningarathöfn hinnar glæsilegu íþróttahátíðar s.l. sem bar öflugu og fjölbreyttu starfi ÍSÍglöggt vitni. 3 milljarðar gamalla króna (30 milljónir). Við fengum á síðustu fjárlögum 240 milljónir þannig að nokkuð vantar upp á endar nái saman.“ Hvemig aflar ÍSÍ þess fjár sem á vantar? „ÍSÍ þarf auðvitað ekki að afla allra þessa peninga. Félögin afla mikilla peninga með innheimtu félagsgjalda. Ég get nefnt sem dæmi að stelpan mín litla sem er 10 ára stundar fimleika og hand- knattleik og þarf að greiða fyrir það um 100 krónur á mánuði. Þetta hefði ekki þurft að reyna í gamla daga. Það hefði enginn mætt á æfingar. Nú svo er það betlistarfsemin sem er að ganga af öllum dauðum sem koma ná- lægt henni. Það má mikið vera ef þetta eilífa betl á ekki eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íþróttahreyfinguna í framtíðinni og þá meina ég í því formi að fólk hætti að vinna fyrir íþróttirnar í landinu. Það fólk sem stendur í þessu betli er alveg að gefast upp. Loks má geta þess að íþróttabandalag Reykjavíkur fær styrk frá Reykjavíkurborg og það munar mikið um hann.“ íþróttir fyrir alla Tími okkar var nú farinn að styttast og skrifstofustjórinn nýi hafði greinilega í ýmsu að snúast eins og við var að búast. Við spurðum hann að lokum hver væru brýnustu verkefni framtíð- arinnar og hvaða málefnum hann teldi að brýnast væri að ryðja braut fram á við á næstu árum. „Númer eitt er að byggja fleiri íþróttahús og sundlaugar. Einnig þarf að vinna markvisst að efl- ingu almenningsíþrótta í landinu og auka líkamsrækt þjóðarinnar. Þó má ekki gleyma því að af- reksíþróttir eru nauðsynlegar. Þá þarf einnig að vinna vel að fræðslumálum og leiðbeinenda- málum. Þessir tveir málaflokkar eru mjög stórt átriði og að þeim þarf að vinna vel í framtíðinni. —SK. 17

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.