Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 68

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 68
Á útivelli Borg og Pele í New York Bjöm Borg kemur víða við á ferðum sínum og hittir frægt fólk. Á dögunum kom hann við í New York og meðal þeirra sem hittu þennan fræga tennisleikara og spjölluðu við hann var enginn annar en hinn heimsfrægi Pele. Virtist fara vel á með þessum tveimur íþróttakóngum. Konan til vinstri á myndinn er eiginkona Bjöms Borg, Marianna Borg, en hin konan er hin þekkta Brodway-leikkona Patti La Bone. Margur hefur hlotið harðan skell í vetur hefur borið óvenju- lega mikið á þvi að skíða- kappar sem taka þátt í brun- mótum fái slæmar byltur. Sérfræðingar segja margar ástæður fyrir þessu, m.a. að brautirnar séu alltaf að verða erfiðari og erfiðari, að hin ný- tískulegu skíði renni betur og þar af leiðandi sé meiri ferð á köppunum og síðast en ekki síst er það tilnefnt sem ástæða að skíðamennirnir taki alltaf meiri og meiri áhættu í von um að ná betri árangri. Með- fylgjandi mynd er af Banda- ríkjamanninum John Ene- guess, sem er um það bil að lenda ómjúklega eftir mikil loftköst á gífurlegum hraða. Er rétt að láta það fylgja með að hann slapp við meiri háttar meiðsli. Blóð- Suðurlandabúar þykja blóð- heitir og fljótir að skipta skapi, ef eitthvað hendir sem þeim líkar ekki. Blóðhitinn kemur ekki hvað síst fram í íþróttum, þar sem menn eru ekki alltaf vandir að meðlununum, og láta reiði sína oft bitna á dómur- unum. Möltubúar eru engin undantekning i þessum efnum og það fékk júgóslavneski knattspymudómarinn Maksi- movic heldur betur að reyna er hann dæmdi leik í undankeppni heimsmeistarakeppninnar milli Möltu og Póllands í Valetta. Leikurinn gekk sæmilega fyrir sig allt þar til stundar fjórðungur var til leiksloka, en þá skoraði Lipka annað mark Póllands í leiknum. Hann var greinilega rangstæð- ur, og flaggaði línuvörðurinn ákaft. Maksimovic lét sem hann sæi ekki til línuvarðarins og dæmdi markið gilt. Leik- menn Möltu voru að vonum afskaplega óhressir og mót- mæltu þessum dómi. Þegar dómarinn lét ekki segjast fóru áhorfendur að ókyrrast og kasta grjóti og flöskum inn á 68

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.