Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 12
Aðstaða er til almennra þrekæfinga við sundlaugina, og þar eru ýmis
þrektæki og þolhjól.
fyrir ofan miðju í 2. deild. Er
mikill hugur í knattspyrnumönn-
um liðsins fyrir komandi keppn-
istímabil og eiga þeir eflaust eftir
að láta mikið að sér kveða áður
en yfir lýkur.
Handknattleiksfólk á Selfossi
hefur verið í mikilli framför og í
vetur hefur liði þeirra gengið
mjög vel, sérstaklega þeim yngri
en þar er margt um efnilega
handknattleiksmenn.
Lengi væri hægt að telja upp
gott íþróttafólk frá Selfossi, en að
endingu má nefna frjálsíþrótta-
fólk staðarins en það hefur marg
oft náð góðum árangri.
„Erfitt að fá
fólk til að starfa“
Að lokum spurðum við Sæ-
mund formann UMF Selfoss
hver væri helstu vandamálin hjá
félaginu?
„Þau eru nú nokkuð mörg og
margvísleg. Fjárhagsvandræði
eru mikil og þetta eilífa peninga-
vandamál er hreinlega að gera út
af við okkur.
Þá gerir það okkur líka erfitt
fyrir að fáir fást til þess að starfa
fyrir Ungmennafélagið. Ástæður
fyrir því eru margar en kannski
sú helst að hér á Selfossi er mikið
félagslíf og starfandi um 30—40
félög. Þar á ég við alls kyns
klúbba á við JC og því um líkt.
Samkeppnin er því mikil varð-
andi það að fá fólk til að starfa en
á því byggist að miklu leyti starf
félagsins. En það þýðir ekki að
leggja árar í bát. Við verðum
einfaldlega að berjast áfram, með
eina bestu íþróttaaðstöðu sem
fyrir finnst á landinu að vega-
nesti.“
Margt ónefnt
Eins og greint er frá við upphaf
þessarar greinar er ekki hægt að
gera öllu tæmandi skil í stuttri
grein sem þessari. Margt er
ónefnt s.s. hestamennska og fleiri
þættir útiveru en hestamennska
er vinsæl íþrótt á Selfossi og hafa
áhugamenn um hestamennsku
komið sér upp mjög góðri að-
stöðu rétt austan við kaupstað-
inn. Að lokum vill íþróttablaðið
þakka fyrir góðar móttökur og
fúslega veittar upplýsingar á Sel-
fossi. — SK.
12