Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 26
staðan var lengi vel 2-0 fyrir þá.
En Cristal náði að jafna 2-2 og
var þá 21 mínúta til leiksloka.
Boca setti þá allt sitt í sóknina og
leikurinn fór að mestu fram inn-
an vítateigs Christal. Og þegar
sex mínútur voru til leiksloka
braut einn leikmaður Christal
svo augljóslega af sér að víta-
spyrna virtist sjálfsögð. Dómari
leiksins, Alejandro Otero frá
Uruguay var hins vegar á öðru
máli og dæmdi ekkert. Og þá
sauð líka verulega uppúr.
Fyrirliði Boca Juniors, Sune að
nafni lýsti því sem skeði:
„Við vorum fjúkandi illir yfir
því að vinna ekki leikinn. Ég
missti stjórn á mér og óð að þeim
leikmanni andstæðinganna sem
var næstur mér, miðherjananum
Gallardo. Hann var sýnilega
dauðhræddur og bað mig að slá
sig ekki. Ég er viss um að hefði ég
lamið þá hefði ég drepið mann-
inn. En í hálfgerðu fáti sparkaði
hann í áttina til mín svo hátt, að
ég fékk löppina á honum í and-
litið. Síðan hljóp hann frá. Ég
ætlaði á eftir honum, en þegar ég
snéri mér við stóð þar einhver
maður sem ég sló umsvifalaust
niður. Síðan fékk ég að vita að
maður þessi hefði verið lögreglu-
maður.
Blóðið sem lak úr andliti Sune
virtist æsa aðra leikmenn upp og
brátt logaði allt í slagsmálum á
vellinum. Dómarinn kepptist við
að reka leikmenn útaf, og var
búinn að sýna 18 leikmönnum
rauða spjaldið, þegar þeir snéru
sér að honum. Hann fékk lög-
reglufylgd út af vellinum, en
meðan lögreglan var að hjálpa
honum snéru leikmenn Boca sér
að línuverðinum. Hann reif upp
hornfánann til þess að verja sig
og tókst að halda æstum knatt-
spyrnumönnunum í fjarlægð
þangað til hjálp barst. Móðir
línuvarðarins sem fylgdist með
leiknum í beinni útsendingu varð
hins vegar svo mikið um það er
hún sá leikmennina ráðast á son
hennar að hún fékk hjartaslag og
lést.
Þegar lögreglan hafði komið á
kyrrð og ró voru allir leikmenn
beggja liðanna settir í fangelsi að
undanteknum Sune og einum
öðrum sem fluttir voru á sjúkra-
hús. Sune fékk síðar hálfs árs
fangelsisdóm og tveir leikmenn
Boca 16 og 14 mánaða fangelsi,
en þeir voru þó allir fljótlega
náðaðir.
Stúdentar í ruddaskap
Alex Stepney sem lengi var
markvörður enska liðsins
Manchester United fjallaði í bók
er hann ritaði um þá lífreynslu
sína að taka þátt í heimsbikar-
keppni félagsliða 1968. „Við
kepptum við Estudiantes, en það
nafn þýðir stúdentamir. Það
sýndi sig strax í leiknum í hverju
þeir voru stúdentar — mdda-
Verzlunin
HEIMAVER
Vestmannaeyjum
Kjöt og
nýlenduvörur
Veriö velkomin
Kvöldsala
frá 6—9
Gleðilegt
sumar!
Verzlunin
HEIMAVER
Hólagötu 40 Sími 1707
26