Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 34

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 34
Alfreð Þorsteinsson nýskipaður formaður Unglinganefndar íþróttasambands íslands. Það þarf ekki að kvarta um verkefnaskort — segir Alfreð Þorsteinsson formaður unglinganefndar ÍSI „Unglinganefnd íþrótta- sambands íslands var form- lega stofnuð síðastliðið haust. Ýmis konar ungl- ingastarfssemi hefur oft komið inn á borð til ISÍ og því þótti ráðlegt að stofna sérstaklega Unglinganefnd til að annast þe$si verkefni,“ sagði Alfreð Þorsteinsson formaður Unglinganefndar ÍSÍ í stuttu spjalli við íþróttablaðið fyrir stuttu. Nefndin er skipuð þremur mönnum en auk Alfreðs eiga þeir Eggert Jóhanns- son og Höskuldur Goði Karlsson sæti í nefndinni. „Verkefni nefndarinnar eru mörg og margvísleg,“ sagði Alfreð og hélt áfram: „Nefna má tvö meginverkefni. Annars vegar samnorræn verkefni. Þá er aðal- lega átt við unglinganámskeið margs konar og einnig uglinga- búðir og fer þessi starfsemi fram til skiptis á Norðurlöndunum. Hins vegar má nefna eitt aðal- verkefnið varðandi íþróttastarf- semi hér heima en það er að gefa ungum þjálfurum tækifæri á að auka menntun sína og styrkja þá til þjálfaranámskeiða erlendis og í ár höfum við ráðgert að styrkja þrjá þjálfara til utanfarar en hver styrkur er 4 þúsund nýjar krón- ur.“ Dómaramálin í yngri flokkunum Er eitthvað sérstakt á döfinni alveg á næstunni? „Já það má segja það. Við ætl- Framhald á bls. 68. 34

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.