Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 37
\
æfði svona brjálæðislega mikið
hlyti árangur að verða eftir því.
Ég neitaða að trúa öðru. Annars
gekk þetta svo langt á tímabili að
allir mínir kunningjar voru farnir
að gera grín að mér. Þeir voru
farnir að segja sín á milli að ef ég
væri ekki á golfvellinum hlyti
eitthvað alvarlegt að hafa komið
fyrir mig. Já ég var það sjúkur í
golfið á þessum árum að ég fórn-
aði öllum öðrum áhugamálum.
Knattspyrnan er gott dæmi um
eitt slíkt. Ég lék eitt sinn með Val
í knattspyrnu en hætti vegna þess
að mér fannst harkan alltof mikil.
Ég fann mig ekki í knattspyrn-
unni og því ákvað ég að hætta
þrátt fyrir að ég myndi missa
marga góða vini. En þetta var
ekki íþrótt fyrir mig þannig að ég
ákvað að hætta.“
„Æfði þegar aðrir strákar
voru að reyna við stelpur“
Golfdellan mín þetta sumar
var farin að ganga svo langt að
þegar kunningjar mínir voru að
skemmta sér á dansleik var ég
þessi fáránlegi golfleikari, að
dútla með golfkylfurnar mínar
upp í Grafarholti. Mér var oft
hugsað til þeirra á kvöldin og
vissi að nú væru þeir að reyna við
einhverjar stelpur. En ég hugsaði
alltaf sem svo: Ég get alltaf farið
á ball og náð mér í stelpu. Það
geta allir. Það þurfti ekki að æfa
sig til að verða góður í því veseni.
Já það var golfið og aftur golfið.
Það komst ekkert annað að. En
það er mikið langt frá því að ég
sjái eftir þeim tíma sem ég eyddi
og eyði í þetta. Ég veit í dag um
einn ungan og efnilegan golf-
ígri þarf fyrst og
i, æfa, og æfa
,,Ég hætti í knattspyrnunni vegna
þess að mér fannst hún alltof
ruddaleg íþrótt."
leikara sem virðist ætla að feta í
fótspor mín varðandi æfingarnar.
Það er Stefán Unnarsson og
framfarir hans hafa verið örar.
En hvort hann lætur stelpurnar
lönd og leið veit ég ekki um. En
þetta sýnir að til að ná toppár-
angri í golfi þarf maður að æfa
mjög mikið og bókstaflega að
eyða öllum frítíma sínum í æf-
ingar. Þá er víst að vel fer.“
„10 sinnum erfiðara
ef illa gengur“
Hannes heldur áfram og er það
vel. „Golfið er mjög einkennileg
íþrótt og ég efast um að meiri
einbeitingu þurfi í aðrar íþrótta-
greinar. Þetta er svo einkennileg
íþrótt. Þú getur komið út á völl
einn fagran sumarmorgun og
ekki hitt bolta. Þú spyrð sjálfan
þig hvað sé að. Þú rennir yfir öll
atriðin sem þú þarft að muna og
37