Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 61

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 61
A útivelli Bonhof æfir sig Rainer Bonhof er mikill áhugamaður um líkamsrækt og hefur lyftingatæki í kjallar- anum hjá sér. Hann virðist þó eiga langt í land með að ná kappanum sem myndin er af á veggnum hjá honum. Nautið hafði betur Bandaríska fréttastofan UPI valdi meðfylgjandi mynd sem „íþróttamynd ársins 1980“. Hún var tekin í Mexico, og sýnir nautabanann Edmundo Nolina lúta í lægra haldi fyrir keppinaut sínum. Meiddist Nolina illa þegar nautið setti homið i rassinn á honum, og stoðaði lítt þótt fé- lagi hans næði góðu taki á hala nautsins. Þeim sem illa er við nautaat og telja þetta ekki til íþrótta höfðu hins vegar litla samúð með Nolina og sögðu honum væri þetta rétt í rass rekið. Fékk verðlaun fyrir drengskap Vestur-þýska stórblaðið Bild Zeitung heiðraði nýlega heimsmeistarann í hnefaleik- um þungavigtar, Larry Holmes og færði honum forkunnar- fagran verðlaunagrip að gjöf. Ástæða þessarar verðlauna- veitingar var drengileg fram- ganga hnefaleikakappanns er hann mætti Muhammad Ali í titilleik um heimsmeistara- titilinn, en að sögn blaðsins hefði Holmes getað farið illa með AIi í leiknum, en gerði það hins vegar ekki. 61

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.