Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 65
Scheckter
missti stjórn
a ser
Ekkert fer eins í taugamar á
kappakstursmönnum og að
lenda á eftir hinum svonefndu
sunnudagsökumönnum í um-
ferðinni enda hlýtur það að
vera taugatrekkjandi fyrir
ökumenn sem alla jafnan aka
eins og þeir framast koma
bifreiðum sínum, að lenda á
eftir hægfara ökutækjum og
annarshugar ökumönnum.
Fyrrverandi heimsmeistari í
kappakstri Jody Scheckter var
a.m.k. búinn að fá nóg af
ökumanninum sem hann lenti
á eftir á dögunum, en sá ók á
miðjum veginum á 20—30
kílómetra hraða. Þegar þannig
hafði gengið nokkra hríð, og
sunnudagsökumaðurinn
hleypti Scheckter ekki
frammúr, greip kappaksturs-
maðurinn til þess ráðs að aka
hreinlega aftan á bifreiðina.
Það var til þess að ökumaður
þeirrar bifreiðar vaknaði af
blundi sínum, stöðvaði bifreið
sína og snaraðist út og ætlaði
að skamma Scheckter ræki-
lega. En kappakstursmaður-
inn varð fyrri til, og brátt kom
að því að þeir létu hendur
skipta. Og þar hafði atvinnu-
ökumaðurinn strax betur.
Hann slapp þó ekki frá tiltæki
sínu, þar sem lögreglan kom á
staðinn. í réttinum í Nice í
Frakklandi var hann svo
dæmdur í tveggja mánaða
fangelsi og í sekt sem svarar til
130.000 nýkróna. Hafði ein-
hver á orði eftir þetta allt
saman að betra væri fyrir
Scheckter að halda sig bara á
kappakstursbrautunum.
MERCKX f KLIPU 0G
ÆTLAR AD FLYTJA
Einn frægasti hjólreiðar-
maður heims fyrr og síðar
Belgíumaðurinn Eddy
Merckx, sem hætti keppni
fyrir nokkrum árum, er nú
kominn í slæma klípu. Belg-
íska skattalögreglan hefur
lengi verið á hælum hans og
nú nýlega var Merckx kærður
fyrir að brjóta reglur um út-
flutning frá Belgíu og einn af
starfsmönnum fyrirtækis hans
sem framieiðir Eddy Merckx
reiðhjól var hrepptur í fang-
elsi. Segjast skattayfirvöld
hafa fundið pappíra í fyrir-
tæki hjólreiðarkappans sem
sýni að hann hafi flutt út
reiðhjól, án þess að greiða af
þeim tilskilin útflutningsleyfi.
Fyrirtæki Merckx er ein
stærsta reiðhjólaverksmiðja í
Belgíu, og hefur tugi ef ekki
hundruð manna í vinnu. Allar
líkur eru á því að þessir menn
missi vinnu sína, þar sem
Merckx segir að hann sé búinn
að fá nóg af yfirgangi skatt-
yfirvalda, og hyggist flytja til
Sviss með verksmiðju sína.
<1
Belgíski hjólreiðagarpurinn
Eddy Merckx.
Jody
Schekter
— fékk
nóg af sila-
keppunum
65