Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 67

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 67
A útivelli Rúbbí- köppum þykir sinn fugl fagur „Þetta er þér rétt í rass rek- ið“ segir gamalt íslenskt orð- tak, sem virðist eiga vel við þessa íþróttakappa, sem takast þama á um knöttinn í rúbbíleik sem fram fór í Englandi fyrir skömmu. Á ýmsu gengur í þessum leikjum, og fyrir þá sem ekki þekkja íþróttina virðist hún vera eintómt hnoð og áflog. En rúbbíkapparnir eru ekki aldeils á sama máli og segja aðrar íþróttir vera hrein- an hégóma á borð við íþrótt sína. Bandaríski tennisleikarinn John McEnroe er einkar skapmikill og ófeiminn við að láta í Ijós álit sitt á mönnum og málefnum. Hvað eftir annað hefur hann fengið áminningar og sektir fyrir tiltæki sín á tennisvöllunum, en þegar hann snéri sér að dómurunum og línuvörðunum í leik sem hann átti í á móti Bandaríkjunum fyrr í vetur og hreinlega „ull- aði“ á þá, var þeim háu herrum nóg boðið og ráku John McEnroe úr keppninni. Mál hans var síðan sent bandarísku tennisaganefndinni til um- fjöllunar, og kann svo að fara að McEnroe verði settur í lengra eða skemmra keppnis- bann fyrir þetta dónalega til- tæki sitt. John McEnroe var dæmdur í sekt 67

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.