Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 38

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 38
Að loknum velheppnuðum æfingum á tvíslá. — Eiga lágvaxnar stúlkur meiri möguleika á að ná langt í fimleikum en hávaxnar? „Yfirleitt er betra að vera lágvaxinn og léttur á sér. Það er ekki gott að vera lappalangur í fimleikum og breiddin á milli ránna í tvíslá hentar lágvöxn- um betur. Auk þess hafa þeir mun betra jafnvægi." — Gerðir þú einhver afdrifarík mistök á mótinu? „Ekki nema þegar keppt var um íslandsmeistaratitilinn á hverju áhaldi fyrir sig. Stökkið og æfingarnar á jafnvægisslá mistókust en mér gekk betur í gólfæfingnum og á tvíslánni. Samttókst mérekki að krækja ígull." — Gerist það stundum að islands- meistarinn sigri ekki í neinu áhaldi þegar keppt er daginn eftir fjölþraut- ina? „Það gerðist t.d. á síðustu Ólymp- Stund á milli stríða. Linda Steinunn ásamt Bryndísi Guðmundsdóttur og Lindu B. Logadóttur. íuleikum. Elena Shushunova frá Sov- étríkjunum varð Ólympíumeistari í fjölþraut en sigraði ekki á neinu áhaldi daginn eftir. Að mínu mati er skýringin sú að eftir að titillinn er í höfn getur orðið ákveðið spennufall og léttir sem gerir það að verkum að maður nær ekki upp sömu einbeit- ingunni aftur." — Á hvaða áhaldi gerir þú að öllu jöfnu erfiðustu æfinguna? „Á gólfinu tek ég tvölfalt heljar- stökk bæði í upphafi og í lokin og það er fremur erfitt." — Áttu margt eftir ólært í fimleik- um? „Ég held að menn verði aldrei fullnuma ífimleikum frekaren íöðru. Það sem háir fímleikafólki á íslandi er aðstöðuleysið. Án gryfju er nánast ekkert hægt. Á þessu ári irú reikna með að Björk, Gerpla og Ármann komi sér upp gryfju og þá breytistallt til batnaðar. Okkur er ókleift að æfa hættulegatriði viðþæraðstæðursem okkur bjóðast í dag því enginn tekur áhættu á því að sleppa óskaddaður frá því að lenda á dýnu á gólfinu." Linda Steinunn stundar íþrótt sína sex daga vikunnar, samtals í 20 tíma. Hún er í 8. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og segist ganga vel að læra. Meira að segja gefst henni tími til að renna sér á skíðum endrum og eins. En hvað ætlar stúlkan að gera í framtíðinni? „Ég veit ekki hversu lengi ég kem til með að vera ífimleikum því þaðer svo margt annað sem er áríðandi. Hlín Árnadóttir og Linda Steinunn spá í spilin. Hér á landi er skólinn í aðalhlutverki en fimleikar í aukahlutverki. En hjá þeim sem stunda íþróttina erlendis snýst dæmið alfarið við. Þess vegna endist fimleikafólk erlendis mun lengur í íþróttinni." — Hvað er framundan hvað mót- um viðvíkur? „Norðurlandamótið er snemma í apríl og Evrópumeistaramótið í maí. Um möguleika mína til þess að kom- ast á verðlaunapall á einhverju áhaldi skal ég ekkert segja. í fyrra átti ég góða möguleika sem „junior" en í ár er keppt í „senior" flokki og gæti það orðið erfiðara." — Ertu búin að ákveða framtíðar- starfið? „Ég hef mikinn áhuga á að læra eitthvað ísambandi við lækningarog sjúkraþjálfun. Einnig langar mig til þess að taka dómarapróf í fimleikum til þess að halda tengslum við íþrótt- ina í framtíðinni." 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.