Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 78

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 78
En þessa stundina nýt ég þess til fullnustu að vera íslandsmeistari í körfuknattleik í meistaraflokki ífyrsta skipti. Og því er ekki að leyna að ég hef mjög gaman af þeirri athygli sem fylgir því að vera íslandsmeistari," segir Jón og brosir sínu breiðasta. Þessu sigurbrosi hefur hann beðið eftir frá 7 ára aldri, í ein 19 ár. „Guðni Kjartansson þjálfari og fyrrum knatt- spyrnumaður ásamt félögum hans í ÍBK voru átrúnaðargoðin þegar ég var gutti og þegar ég var að byrja í íþróttum urðu þeir íslandsmeistarar í knattspyrnu. Á þeirri stundu var draumurinn að standa í sömu spor- um og þeir. Nú hefur sá draumur ræst en í annarri íþrótt. Og það sem er skemmtilegt við sigur okkar á Is- landsmótinu er að Guðni á dálítinn þátt í honum. Guðjón Skúlason leit- aði til hans og Þorsteins Geirharðs- sonar vegna meiðsla fyrir úrslitaleik- inn við KRog þeir gerðu honum kleift að taka þátt í leiknum." Já, það var glatt á hjalla í Keflavík daginn eftirglæsilegan sigur IBKá KR í úrslitaleik um íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik. ÍBK vann þar með sína fyrstu Islandsmeistaratign í körfubolta eftir 18 ára þátttöku í deildarkeppninni. „Staðreyndin ersú að það tekur sinn tíma fyrir lið að komast á toppinn. Njarðvík varð til að mynda allavega tvisvar í 2. sæti í deildinni áður en liðið varð meistari og svo fylgdu glæsilegir sigrar í kjöl- farið. Ég vona að þessi titill sé bara upphafið hjá okkur." Úr því verið er að tala um íslandsmeistaratitla í her- búðum Keflavíkur má geta þess að þegar þetta er skrifað hafa flokkarnir í körfunni skilað 7 íslandsmeistaratitl- um það sem af er vetri og ekki er lokum fyrir það skotið að nokkrir bætist í sarpinn áður en yfir lýkur. I fyrravetur náðust 11 titlar í hús í Kefla- vík. Fjöldi heillaskeyta og blómvanda barst að heimi I i Jóns og Auðar á með- an ÍÞRÓTTABLAÐIÐ staldraði þar við og ekki að ástæðulausu. Jón lét samt sigurglauminn ekki setja sig út af laginu og hélt sinni stóísku ró. En hvernig er sú líðan að verða Islands- meistari í fyrsta skipti? „Draumurinn er að búa erlendis." „Það er mjög erfitt að lýsa tilfinn- ingunni. Álagið eftir að við komust í úrslitakeppnina hefur verið gríðar- legt og núna er eins og miklu fargi sé af mér létt. Margarspurningar leituðu á mig hvað væri best að gera með liðið til þess að hreppa titilinn og all- ar vangaveltur urðu til þess að ég átti orðið erfitt með svefn. En tilfinningin þessa stundina er stórkostleg. Það var ekki fyrren dómararnirflautuðu leik- inn af að spennan sem fylgir svona þýðingarmiklum leikjum hvarf. Stað- an í körfuknattleik er það fljót að breytast að ég var ekki öruggur með sigur fyrr en að um 40 sekúndur voru til leiksloka." — Var sigur ykkar verðskuldaður eftir þrjá úrslitaleiki við KR? „Já, ég verð að segja það, þótt þeir hafi leikið mun betur en við í Reykja- vík. Við höfum mun betri liðsheild en KR því þeir stóla nánast eingöngu á fjóra leikmenn á meðan við notum 8-10 leikmenn nánast jöfnum hönd- um. Breiddin í svona mörgum leikj- um skiptir töluverðu máli. Þótt ég sé ekki ýkja hrifinn af M-einkunnagjöf- inni sem Morgunblaðið er með eftir hvern leik er ekki hægt að líta fram- hjá þeirri staðreynd að alls fengu 10 leikmenn frá ÍBK M einhvern tímann á keppnistímabilinu á meðan önnur lið áttu 4-5 M-leikmenn. Gallinn við þessa einkunnargjöf er sá að hinir og þessir einstaklingar sem hafa litla þekkingu á körfuknattleik eru að dæma menn og gefa einkunnir." — Áttir þú von á því í upphafi keppnistímabilsins, að þið mynduð standa uppi sem sigurvegarar? „Já, ég taldi góðar líkur á þvíen þó var ómögulegt að spá nokkru um lokastöðuna á þeim tíma. Við höfð- um góðum mannskap á að skipa og mér leist vel á þjálfarann á þeim tíma þannig að ég taldi möguleika okkar góða." — Varst þú sáttur við stígandann í liðinu í vetur? „Já, ég er virkilega sáttur við það hvernig veturinn hefur gengið fyrir sig. Við lentum í vandræðum fyrir tveimur mánuðum þegar við þurftum að ákveða hvernig við gætum haldið liðinu saman, því ákveðin sundrung 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.