Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 33

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 33
„Ha! Fleygustu orð? Örvhentir eld- ast ei." HVER ERU FLEYGUSTU ORÐ SEM ÞÚ HEFUR HEYRT? „Örvhentir eldast ei." HVERNIG FERÐ ÞÚ AÐ ÞVÍ AÐ VERA SVONA FYNDINN? Siggi hlær og segir: „Eg tel mig ekki mjög fynd- inn, ég er fyrst og fremst eðlilegur." HVAÐA ÁLIT HEFUR ÞÚ Á ÞEIM ÍÞRÓTTAMÖNNUM SEM DÆLA í SIG LYFJUM TIL AÐ NÁ BETRI ÁR- ANGRI í ÍÞRÓTTUM? „Satt best að segja vorkenni ég jaeim því lyfjanotk- un er það versta sem íþróttamaður kemst í. Fallið af toppnum hlýtur að vera gífurlegt þegar upp kemst um þá sem eru dópaðir eins og sannaðist á Ben Johnson." ERT ÞÚ HLYNNTUR BJÓRNUM? „Já, ég held ég verði að segja það. Sérstaklega þessum þýska." HELDURÐU AÐ BJÓRINN HAFI ÁHRIF Á ÍÞRÓTTAMENN? „Ekki nema þeir fái bjórdollu í hausinn." HVER ER BESTI HANDKNATT- LEIKSMAÐUR HEIMS? „Ætli það séu ekki nokkrir markmenn sem leika í Þýskalandi. Ég nefni sem dæmi And- reas Thiel." HVERNIG ER AÐ VERA í LANDS- LIÐINU? „Þú meinar hvernig var að vera í landsliðinu. Á heildina litið var þetta ánægjulegur tími. Við fórum í margar stórkostlegar keppnisferðir en einnig í nokkrar miður skemmti- legar eins og gengur." HVER ER BESTI VINUR ÞINN í LANDSLIÐINU ? „Ég hef nú ekki tek- iðneinneinn leikmannframyfirann- an en auðvitað myndast alltaf litlir hópar innan hóps eins og landsliðs- hópurinn er." FINNST ÞÉR AÐ BOGDAN ÆTTI AÐ HALDA ÁFRAM AÐ ÞJÁLFA LANDSLIÐIÐ? „Mín persónulega skoðun er sú að hann ætti ekki að gera það." HVERNIG LEIÐ ÞÉR EFTIR LEIK- INN GEGN PÓLVERJUM í FRAKK- LANDI? „Mjög vel. Það var einstök tilfinning að sjá íslenska fánann bera hæst." VARST ÞÚ SÁTTUR VIÐ DÓM- CÆSLUNA í LEIKJUNUM í FRAKK- LANDI? „Á heildina litið var ég það en annars hafa dómarar allt of mikið að segja á svona stórmótum." HELDUR ÞÚ AÐ VESTUR-ÞJÓÐ- VERJAR HAFI MÚTAÐ DÓMURUN- UM OG RÚMENUM? „Ég er ekki svo viss um það. Upphaflega var ég á þeirri skoðun en þegar ég skoða mál- ið betur er ég ekki viss. Það er og verður alltaf einhver mafía í gangi á „Rauði liturinn getur vart verið óhappalitur." svona stórmótum og það verður að viðurkennast að Vestur-Þjóðverjar hafa ansi mikil ítök." ER ÞAÐ RÉTT AÐ ÞIÐ LÉKUÐ BARA EINU SINNI í RAUÐUM BÚNINGUM í FRAKKLANDI OG ÞAÐ í TAPLEIKNUM Á MÓTI RÚM- ENUM? GETUR ÞAÐ VERIÐ ÓHAPPABÚNINGUR? „Það man ég ómögulega. Ég held að það skipti ekki máli í hvers konar búningum við leikum. Rauði liturinn getur vart verið óhappalitur því hann er svo fal- legur. Enda Valsliturinn." HVAÐ SKORAÐIR ÞÚ MÖRG MÖRK í B-KEPPNINNl? „Um 20, að ég held." ÆTLAR ÞÚ AÐ HALDA ÁFRAM MEÐ LANDSLIÐINU EFTIR B- KEPPNINA? „Keppnin er búin og ég hef ákveðið að draga mig í hlé. Enda kominn tími til að sinna öðrum áhugamálum." HVAÐ VERÐUR UM BIKARINN SEM ÞIÐ FENGUÐ í FRAKKLANDI? „Ætli hann verði ekki geymdur á skrifstofu HSÍ eða heima í stofu hjá Guðjóni Guðmunds. Annars var þetta krystalsvasi en ekki bikar." FINNST ÞÉR AÐ ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ FÁ FLEIRI TÆKIFÆRI TIL AÐ SPILA MEÐ LANDSLIÐINU Á FERL- INUM? „Þegar ég hugsa til baka tel ég svo vera. Sérstaklega vegna þess að á svo mörgum stöðum voru vara- mannabekkirnir ansi slæmir!" LÍKAR ÞÉR VEL í VAL? „Mjög vel." HELDUR ÞÚ AÐ ÞIÐ VINNIÐ AFTUR TVÖFALT í ÁR? „Við ætlum að selja okkur dýrt til þess að halda báðum titlunum." 33

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.