Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 69
Þegar greinarhöfundur átti erindi á
skrifstofu HSÍ á dögunum var Bogdan
á bak og burt. Vangaveltur um hver
myndi taka við sem landsliðsþjálfari
voru í algleymingi og menn voru enn
hálf-vankaðir eftir sigurvímu B-
heimsmeistarakeppninnar. Þegar ég
spurði Guðjón Guðmundsson um ár-
in á landsliðsbekknum með Bogdan,
hallaði hann sér aftur í stólnum og
sagði að þetta hefðu verið stórkostleg
ár. Ógleymanleg reynsla i A-heims-
meistarakeppninni í Sviss, Ólympíu-
leikar, hin tíðu keppnisferðalög og
hin mikla vinna væru honum ofar-
lega í huga. Stærsta stundin hefði þó
verið sigurinn í París. Þessi óvænta
sigurganga, sem jafnvel bjartsýnustu
sveimhugar hefðu ekki átt von á. Að-
spurður um hvort hann sæi fyrir sér
samstarf á bekknum með Bogdan í
öðrum löndum gerðist hann furðu al-
vörugefinn, en taldi ekki líklegt að
svo yrði. Benti á að ávallt hefði sam-
starf þeirra byggstá einu ári í senn og
að hann hefði gert sér fulla grein fyrir
því að einhvern tíma tæki það enda.
Bætti svo við að hann hefði heyrt
menn gantast með að Bogdan hefði
gengið sér í föður stað, þessi sex ár.
Bogdan er
þjálfari í nútíð
Bogdan hefurstundum veriðgagn-
rýndur fyrir að einbeita sér að árangri
líðandi stundar. Þannig hefur verið
sagt að hann hafi einvörðungu þjálf-
að í nútíð og látið sig framtíð liða
sinna litlu varða. Með skírskotun til
þessa hafa menn einnig viljað út-
skýra takmarkaðan áhuga hans á ís-
lensku, sem þessi fámenna þjóð virð-
ist stundum hafa ákveðið að sé falleg-
asta tunga heims. Jafnvel má segja að
íslendingarnir hafi á stundum verið
móðgaðir vegna sinnuleysis Bogdans
gagnvart íslensku. Kannski eru þetta
fordómar, en það er staðreynd að
slíkar vangaveltur hafa átt sér stað
meðal handboltaáhugamanna.
Greinarhöfundi hafði lengi langað
að kynnast Bogdan aðeins nánar og
greip tækifærið fegins hendi þegar
hann átti þess kost í upphafi árs,
þegar íslendingar fóru í fyrstu keppn-
isferðina eftir niðurlægingarskeiðið
sem fylgdi í kjölfar Ólympíuleikana.
Reyndar eru það óskráð lög í blaða-
mannastétt að halda trúnað í slíkum
samskiptum og láta ekki allt flakka.
Dæmigert
þunglynt
afsprengi járn-
tjaldsins
Ymsar hugmyndir Bogdans um
handknattleik voru hins vegar svo já-
kvæðar að sjálfsagt er að koma þeim
á framfæri, auk þess voru þær nánast
settar fram í fyrirlestrarformi.
Á hótelherbergi í smábæ í Dan-
mörku safnast saman forráðamenn
íslenska landsliðsins í handknattleik,
fréttamaður og tveir þarlendir dóm-
arar; Mortensen og Knudsen. Bogd-
an Kowalczky landliðsþjálfari birtist
skömmu síðar og það er kátt yfir
hópnum öllum að honum undan-
skildum. Það er verið að fagna sigri á
Dönum, en því fylgir alltaf sérstök
tilfinning, að leggja frændur okkar
að velli og það í „selve Danmark."
Bogdan virðist ekki sjá ástæðu til að
velta sér upp úr sigri á Dönum og
bendir á að nú séum við hærra skrif-
aðir en þeir. Hann rifjar þó upp
fyrstu árin með landsliðinu þegar við
áttum jafnan í nokkru basli með
frændur okkar á Norðurlöndum, en
telur að nú krefjist menn undantekn-
ingarlaust sigurs. Jafnframt gefur
hann á sinn alkunna hátt í skyn að
íslendingar kunni ekki gott að meta,
þar sem árangur landsliðsins undir
hans stjórn er. Síðan reyna dönsku
dómararnir að koma sér í mjúkinn
hjá Bogdan og eru augljóslega á gull-
hamraveiðum. Þeir eru eins og svo
margir aðrir sammála um að völd
IHF-mafíunnar séu allt of mikil, ekki
síst í dómaramálum. Smám saman
kemur þó í Ijós að þeir mega vel við
una, þar sem þeir virðast njóta vel-
vildar Eriks Elias og Co. Bogdan ger-
69