Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 39

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 39
„BOGAHESTURINN ANGRAR MIG“ Guðjón Guðmundsson íslandsmeistari í fimleikum Guðjón Guðmundsson, íslandsmeistari í fimleikum árið 1989 ásamt Jóhann- esi Níels Sigurðssyni (tv) sem varð íöðru sæti og Guðmundi Þór Brynjólfssyni sem varð í þriðja sæti. Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Kristján Einarsson íslandsmeistarinn í fimleikum 1989, Guðjón Guðmundsson, stend- ur að vissu leyti í þakkarskuld við félaga sinn í Ármanni, Jóhannes Ní- els Sigurðsson, sem varð í 2. sæti á íslandsmótinu þvíhann fékk Guðjón til þess að æfa fimleika á sínum tíma. „Við Níels vorum bekkjarfélagar á okkar yngri árum og hann fékk mig með sér á æfingu þegar ég var á ell- efta ári. í dag erum við bestu vinir og það er enginn rígur á milli okkar þótt við séum keppinautar í íþróttum. Það hefur engin áhrif á vináttuna." Guðjón endurheimti íslandsmeist- aratitilinn í fimleikum á dögunum með því að sigra með nokkrum yfir- burðum í fjölþraut. Hann hlaut sam- tals 103,55 stig, Jóhannes Níels hlaut 98,20 stig og varð í öðru sæti en Guð- mundur Þór Brynjólfsson Gerplu hlaut 85,05 stig og varð í þriðja sæti. Á íslandsmótinu í fyrra var Guðjón fjarri góðu gamni því hann fylgdist vonsvikinn og hælbrotinn með frá áhorfendapöllunum þegar Axel Bragason varð hlutskarpastur. Þess í jstað kom hann tvíefldur til leiks í ár jog bar höfuð og herðar yfir andstæð- inga sina. Hann var efstur að stigum í fjórum af sex skylduæfingum en sigr- aði síðan ífimm æfingum með frjálsri aðferð. Auk íslandsmeistaratignar í fjölþraut varð Guðjón íslandsmeist- ari í gólfæfingum, stökki, hringjum, á svifrá og tvíslá. Níels varð hins vegar íslandsmeistari á bogahesti. „Bogahesturinn hefur verið stórt vandamál hjá mér," segir Guðjón. „Það er eins og ég nái ekki að ein- beita mér almennilega að honum. Ég á það til að ná tökum á honum á æfingum en í keppni fer allt í baklás. Líkasttil er ég með of stutta handleggi og því ekki nógu hátt yfir hestinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.