Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 39
„BOGAHESTURINN
ANGRAR MIG“
Guðjón Guðmundsson íslandsmeistari í fimleikum
Guðjón Guðmundsson, íslandsmeistari í fimleikum árið 1989 ásamt Jóhann-
esi Níels Sigurðssyni (tv) sem varð íöðru sæti og Guðmundi Þór Brynjólfssyni
sem varð í þriðja sæti.
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Myndir: Kristján Einarsson
íslandsmeistarinn í fimleikum
1989, Guðjón Guðmundsson, stend-
ur að vissu leyti í þakkarskuld við
félaga sinn í Ármanni, Jóhannes Ní-
els Sigurðsson, sem varð í 2. sæti á
íslandsmótinu þvíhann fékk Guðjón
til þess að æfa fimleika á sínum tíma.
„Við Níels vorum bekkjarfélagar á
okkar yngri árum og hann fékk mig
með sér á æfingu þegar ég var á ell-
efta ári. í dag erum við bestu vinir og
það er enginn rígur á milli okkar þótt
við séum keppinautar í íþróttum.
Það hefur engin áhrif á vináttuna."
Guðjón endurheimti íslandsmeist-
aratitilinn í fimleikum á dögunum
með því að sigra með nokkrum yfir-
burðum í fjölþraut. Hann hlaut sam-
tals 103,55 stig, Jóhannes Níels hlaut
98,20 stig og varð í öðru sæti en Guð-
mundur Þór Brynjólfsson Gerplu
hlaut 85,05 stig og varð í þriðja sæti.
Á íslandsmótinu í fyrra var Guðjón
fjarri góðu gamni því hann fylgdist
vonsvikinn og hælbrotinn með frá
áhorfendapöllunum þegar Axel
Bragason varð hlutskarpastur. Þess í
jstað kom hann tvíefldur til leiks í ár
jog bar höfuð og herðar yfir andstæð-
inga sina. Hann var efstur að stigum í
fjórum af sex skylduæfingum en sigr-
aði síðan ífimm æfingum með frjálsri
aðferð. Auk íslandsmeistaratignar í
fjölþraut varð Guðjón íslandsmeist-
ari í gólfæfingum, stökki, hringjum, á
svifrá og tvíslá. Níels varð hins vegar
íslandsmeistari á bogahesti.
„Bogahesturinn hefur verið stórt
vandamál hjá mér," segir Guðjón.
„Það er eins og ég nái ekki að ein-
beita mér almennilega að honum. Ég
á það til að ná tökum á honum á
æfingum en í keppni fer allt í baklás.
Líkasttil er ég með of stutta handleggi
og því ekki nógu hátt yfir hestinum.