Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 61

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 61
Unnar Snær Bjarnason, unglingameistari íslands í karate Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Þór Gíslason „Ég myndi reyna að hlaupa í burtu," segir Unnar Snær Bjarnason, unglingameistari íslands í karate að- spurður um hvað hann myndi taka til bragðs ef ráðist yrði á hann. „Ef ég ætti þess ekki kost myndi ég reyna að verjast en ef viðkomandi myndi ekki láta sér segjast myndi ég slá á móti. En fyrir alla muni á að reyna að forða sér á hlaupum, það segir þjálfarinn minn hún jónína Ólsen." UnnarSnærsýndi mikla yfirburði í kata og kumite í sínum aldursflokki á unglingameistaramóti íslands á dög- unum og varð þrefaldur meistari. Hann var einnig í sigurliði KFR í hóp- kata. Kumite er keppni tveggja ein- staklinga íkarateen kata er útfærsla á ákveðnum æfingum íþróttarinnar. „Þegar við sláumst má aðeins snerta andstæðinginn, svokallað „skin- touch" en slái maður of fast er dæmt refsistig og einnig er hægt að dæma mann úr leik fyrir að vera ógætinn og slá andstæðinginn svo hann beri þess merki. Það má snerta búkinn nokkuð vel í kumite en rétt að koma við and- litið. Karateermikil nákvæmnisíþrótt og krefst mikillar þolinmæði." Unnar Snær hefur stundað karate í 5 ár, eða frá 8 ára aldri. Hann er Reykvíkingur í húð og hár og lítt gef- inn fyrir sveitina. Auk karate hefur hann töluverðan áhuga á golfi og skíðaiðkun en segist aldrei myndi fórna karate fyrir þær íþróttagreinar. Hann hefur ætíð æft með Karatefé- lagi Reykjavíkur en þar er Goju Ryu stíllinn æfður. En af hverju byrjaði hann í karate? „Ég ætlaði mér að líkjast Bruce Lee. Ég sá flestar myndir sem hann lék í og heillaðist af honum. Annars er karate allt annað en það sem mað- ur sér í bíómyndum en engu að síður er íþróttin stórskemmtileg." Mislit belti sem karateiðkendur hafa um sig miðja gefa til kynna styrkleika viðkomandi. Byrjendur fá hvítt belti til þess að halda karate- búningnum að líkamanum en síðan taka þeir próf og vinna sér inn eina gula rönd á hvíta beltið, síðan bætist önnur gul rönd við áður en hann fær 61

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.